Fjölmiðlar samdauna vitleysunni

Þessi vitleysa SI liða yrði marklaus og tilgangslaus ef fjölmiðlar væri ekki hangandi í skottinum á þeim hverja stund til að fá fréttaefni.

Ef þetta lið yrði bara látið í friði, án fjölmiðlaathygli, myndi það varla nenna að standa í þessu áfram. Það er amk mín skoðun.


mbl.is Með aðgerðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Já, takk. Ég ákvað að gera uppreisn gegn Mogganum.

Óþarfi að láta Moggann troða á sig nýju nafni og beygja sig undir það endalaust.

Snorri Bergz, 28.7.2008 kl. 13:40

2 identicon

Við erum vissulega þakklát fjölmiðlum fyrir að segja frá en sú athygli sem við fáum frá bloggurum er þó mun dýrmætari.

Eigum við að spjalla dálítið um fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur í Jemen og hvort eigendur Orkuveitunnar hafa einhvern áhuga á að versla við það spillingarbæli?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe, ok, "guilty as charged"

Annars er mér sama um starf OR í Jemen eða annars staðar. Ef OR vilja skipta við þetta "spillingarbæli" er það vandamál fyrirtækisins. En ég efa Eva að SI gæti staðið fyrir miklum mótmælum þar.

Snorri Bergz, 28.7.2008 kl. 13:45

4 identicon

Rétt til getið. Það er mjög erfitt og hættulegt að standa í mótmælum í ríkjum þar sem spilling er mikil. Eina raunhæfa leiðin til að hjálpa fórnarlömbum stóriðjunnar í Jemen, Indlandi, Kína, Jamaica og víðar, er að vekja almenning á Vesturlöndum til vitundar um það hverskonar glæpamenn við erum að versla við.

Álfyrirtækin munu ekki hegða sér skár, nema lýðræðisríki neiti þeim um viðskipti fyrr en þau hafa tekið upp geðslegra háttalag. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:52

5 Smámynd: Snorri Bergz

En eru einhver fórnarlömb stóriðjunnar í t.d. Jemen. Verða íbúarnir ekki bara ánægðir með djobbin og áhyggjur af umhverfismálum á þessu svæði eru nú aðallega bundin olíusvæðum.

Snorri Bergz, 28.7.2008 kl. 14:27

6 identicon

Allsstaðar þar sem spilling er áberandi eru virkjanir og umsvif álfyrirtækja kynnt sem lyftistöng fyrir efnahag og atvinnulíf. Allsstaðar verður þróunin sú sama, fátækir missa heimili sín og lenda ýmist á vergangi eða í þrælabúðum, auk þess sem sjúkdómar sem fylgja slíkum framkvæmdum bitna verst á þeim sem eru veikastir fyrir. Það er nákvæmlega engin ástæða til að ætla að það verði eitthvað öðruvísi í Jemen en jafnvel að Jemen slepptu, hefur OR yfirdrifið nóg á samviskunni.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband