Hundakofapólítíkin

Ég er hlynntur því að varðveita byggingar sem hafa raunverulegt menningarsögulegt gildi. Til að mynda hefði ég vilja varðveita "Tobbuhús" við Skólavörðustíg, þar sem nú stendur hús SPRON. Það hefði átt að varðveita, ekki síst vegna Þorbjargar og Ólafíu Jóhannsdóttur. Þar hefði mátt vera solid safn um sögu Reykjavíkur um aldamótin, muni úr eigu þeirra tveggja eða eitthvað tengt IOGT, Hvítabandinu og kvenréttindum, svo ekki sé minnst á ljósmæðratengda hluti.

En nú er það of seint.

En að varðveita hálf hrunda kofa við Laugaveginn til að "varðveita 19. aldar götumynd" er tóm steypa. Slíkt er engum hvorki til prýði né gagns.

Auðvitað má borgarstjóri hafa þetta áhugamál, ef hann telur það við hæfi, en ég samþykki ekki að utsvarspeningar borgarbúa séu settir milljónum saman til að púkka upp á einhver gæluverkefni og sértæk áhugamál borgarstjóra, sem kemur sínu fram þar eð annars myndi borgarstjórnin falla.

Þegar menn eru oddaatkvæði geta menn komist upp með ýmislegt. Það má einna skýrast sjá í sögu Framsóknarflokksins, sem löngum hefur hagnast á því að vera "oddaflokkur" á milli nær jafn stórra fylkinga til hægri og vinstri.

En Ólafur F. Magnússon verður að hafa í huga, að peningagrís borgarinnar er ekki ótæmandi og fara verður vel með þá fjármuni sem yfirvöldum er trúað fyrir.

 


mbl.is Greiddu 15,5 milljónir fyrir tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dystópía

"En að varðveita hálf hrunda kofa við Laugaveginn til að "varðveita 19. aldar götumynd" er tóm steypa. Slíkt er engum hvorki til prýði né gagns."

Alveg sammála því en í þessu tilfelli er talað um að háskólinn eigi að samsvarast byggingarstíl Laugavegarins.

Mér finnst alveg mega eyða milljónum í varðveislu miðbæjarins. Í frekar karakterslausri borg þá býr 101 yfir miklum sjarma sem ber að varðveita.

Dystópía, 27.7.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Snorri Bergz

J'u, ég var nú að tengja þetta mál við hundakofana tvo sem kostuðu ótrúlegar fjárhæðir og vil ég EKKI sjá annað svona cock-up með þetta verkefni.

En hvaða byggingarstíl hefur Laugavegurinn?

Hitt er svo annað mál, að það er kominn tími til að gera eitthvað við miðbæinn. Að vernda gamla hundakofa gerir lítið gagn, þetta er strax betra, en ég vil ekki henda hundruðum milljóna í einhverja sérvisku.

Snorri Bergz, 27.7.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæll: Snorri. Þú villt ekki henda hundruðum milljóna í einhverja sérvisku. En staðreyndin er að það er verið að sóa hundruðum miljarða með þessari 101 vitleysu, að byggja öll þessi stórhýsi í gamlabænum kallar á þúsundir starfa sem gatnakerfið ræður ekki við. Lausnin verða jarðgöng fyrir marga miljarða. Sundagöng, göng undir Þingholtin, Öskjuhlíð, Kópavog og svo stokka við Miklubraut og undir Geirsgötu og Mýrargötu. Allt saman miljarða lausnir til að geta byggt í 101. 70-80% af borgarbúum búa í austurhluta borgarinnar og borgin getur bara vaxið í þá áttina. Því í ósköpum á að fara að senda allt þetta fólk til að vinna í 101. Þá á ég við öll þau viðbótar störf sem er verið að byggja yfir. Við eigum land í miðri borg við Elliðaárósa fyrir nýjan miðbæ í göngu eða hjóla færi fyrir flesta íbúa borgarinnar, af hverju að eiða tíma og peningum fólks í þessa þvælu? Varðveitum gamlabæinn og byggjum nýjan til framtíðar.

Sturla Snorrason, 27.7.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband