Hvað segja þeir nú?

Gaukarnir sem fóru hamförum þegar Palestínumaður var skotinn í tánna í gær eða fyrradag.  Þeir hljóta nú að fara offari með svívirðingum í garð Palestínumanna og arabíska kynstofnsins. Það segir sig sjálft.

Og nú býð ég spenntur.


mbl.is Árásarmaður skotinn í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garri

Að skjóta úr baunabyssu í tánna á Palestínuaröbum er hrein grimmd. Hitt er svo allt annað mál og eitthvað sem tekur ekki að ræða um.

Garri, 22.7.2008 kl. 12:17

2 identicon

Þeir segja náttúrulega bara það sama og þeir hafa alltaf sagt; það er ekkert í lagi að drepa fólk en það er samt sem áður munur á því hvort það er gert með hervaldi eða hvort fólk er að rísa gegn endalausri kúgun, mannréttindabrotum og hernámi sem brýtur í bága við alþjóðalög og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er ekki oft sem hryðjuverk ísraelska hersins eru fest á mynd. Þó eru til kvikmyndir sem sýna ísraelska hermenn brjóta hendur og fætur á unglingum og skjóta fréttamenn. Þetta er að sjálfsögðu aðeins brotabrot af öllum þeim glæpum sem þeir fremja. Margir ísraleskir hermenn hafa gefið sig fram við friðarsamtök og sagt frá hroðalegum hlutum sem þeir hafa séð með eigin augum. Einnig hafa nokkrir sagt frá glæpaverkum sem þeir tóku sjálfir þátt í.

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.7.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hmm...

...Snorri, það skín nú ekki beinlínis manngæskan af þessari færslu þinni, báðar hliðar eru vitaskuld orðnar jafn sekar í þessu máli þar sem blóðhefnd og blóðsamviska hrærast í suðupotti haturs eingyðistrúarbragðanna.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.7.2008 kl. 14:06

5 Smámynd: Snorri Bergz

Sko, þá er þetta komið.

Hjálmtýr hefur engu gleymt frá Fylkingunni, Marx-Lenínistahreyfingunni og öðrum friðsömum og góðviljuðum samtökum. Engu gleymt.

Greinilega bindindismaður líka, því sumir gamlir kommar hafa talið sig þurfa að drekka til að gleyma.

Aðrir skammast sína bara og gerast þykjustukratar.

Æ, ég veit ekki hvort er verra.

Og engum dettur í hug að mótmæla gjörningi Palestínumannsins. En er það virkilega hryðjuverk að skjóta mann í tánna með gúmmíkúlu? Ég man ekki eftir að hafa séð þig skrifa um hryðjuverk Palestínumanna, amk ekki í gagnrýnistóni?

Mér leiðist svona hatur. Ég verð að segja það, að ég hef áhyggjur af þessu, eins og Steingrímur.

Snorri Bergz, 22.7.2008 kl. 14:06

6 Smámynd: Snorri Bergz

Stafrófs-Maack: Ofbeldi er ömurlegt, sama hver beitir. Mín vegna má vel gagnrýna Ísraelsher og stundum ekki vanþörf á. En skrítið hversu sumir sjálfskipaðir manngæskusinnar skuli fara fram með offorsi...stundum.

Snorri Bergz, 22.7.2008 kl. 14:08

7 Smámynd: Snorri Bergz

En jæja, vilji fleiri tjá sig...þá verð ég að vinna seinnipartinn "Out of office" og verð því að leyfa einræður vinstri manna og velviljaðra manna úr öðrum áttum...nema einhverjir víðsýnir aðilar vilji blanda sér í leikinn.

Snorri Bergz, 22.7.2008 kl. 14:10

8 Smámynd: Magnús Björnsson

Og næst á dagskrá hjá Ísraelum verður að brjóta niður 2-3 hús, senda 5-6 fjölskyldur á götana, skjóta 3-4 "vígamenn Hamas" óháð því hvort þeir tengist Hamas yfir höfuð, loka öllum eftirlitsstöðvum í 2-3 daga.......

En af hverju gerði palestínumaðurinn þetta? Hver var hann, hvaðan kom hann? Taldi hann sig hafa harma að hefna? Hafði hann misst marga vini og ættingja vegna Ísraela? Hafði hann liðið kúgun alla sína tíð? Var hann með tíu tær eða hafði hann misst einhverjar? Eða var þetta einfaldlega einhver klikkhaus eins og í Columbine skólanum í BNA hér um árið?

ps. ég er ekki að afsaka það sem hann gerði eða segja að ég styðji það á nokkurn hátt. Ég tel þetta slæmt og gott að ekki fór ver.

Hitt er að það er ekkert sem afsakar það sem sýnt var í myndbandinu í gær. Hermaður skýtur fanga, sem er járnaður og rólegar. Þetta er ekkert nema stríðsglæpur og á að meðhöndla sem slíkan. Það hlýtur að vera hægt að komast að því hvort hann hafi farið að skipunum (myndbandið bendir frekar til þess finnst mér) eða tekið þetta upp hjá sjálfum sér. Hitt er að ef honum hefur verið skipað að gera þetta þá er þetta skipun sem hann á að óhlíðnast og tilkynna.

Magnús Björnsson, 22.7.2008 kl. 14:15

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„Mér leiðist svona hatur“ skrifar Snorri. Það má ekki benda á neitt sem aflaga fer hjá Síonistum þá er það „hatur“. Hallærislegir tilburðir hjá mönnum eins og Snorra að reyna alltaf að benda á vonsku Palestínumanna. Hver er gerandinn í þessu máli? Eru það Palestínumenn sem hafa rænt landi af Síonistum? Eru það Palestínumenn sem hafa svipt Ísraela mannréttindum sínum?

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.7.2008 kl. 14:44

10 Smámynd: Snorri Bergz

Engu gleymt Hjálmtýr. Lærðirðu þetta í Komsomol skólanum? Eða tókust bára correspondence-kúrsins.

Málin eru aldrei svona einföld, þó ekki hafi mátt ræða um Moskvulínuna á gagnrýnan hátt.

Tala um ofbeldi, ég hef aldrei verið félagi í ofbeldishreyfingu sem myrti tugmilljónir manna...

Hreinsaðu nú fyrst til í eigin ranni og byrjaðu svo að gagnrýna aðra.

En jæja, við erum þó vonandi sammála um að vera ósammála.

Þú getur svo haldið áfram göbbelskunni á þinni eigin bloggsíðu...

Snorri Bergz, 22.7.2008 kl. 15:55

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Snorri Bergz ofl. af sama sauðahúsi grípa æ til þess bragða að gera andmælendur sína tortryggilega. Og yfirleitt með því að bulla um hluti sem ekki snerta umræðuna hið minnsta. Það er skýr vísbending um vondan málstað.

Snorri slær tvær flugur í einu bloggi, kennir mig bæði við kommúnisma og nasisma. Ég reyndi sem ungur maður að finna fótfestu í kenningum Marx og Leníns en lífið kenndi mér að það er ekki hægt að skoða heiminn út frá föstum og fyrirfram gefnum forsendum. Ég tel það mér til tekna að hafa gengið í gegnum þessa reynslu og einmitt þess vegna get ég haft vissa samúð með Snorra sem er dálítið fastur í núverandi afstöðu sinni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.7.2008 kl. 23:48

12 Smámynd: Snorri Bergz

Mín skoðun er, að fólk sem tilheyrði glæpa- og morðfélagi kommúnismans eiga ekki siðferðilegan rétt til að tala svona fyrr en gert hefur verið upp við fortíðina. En það má ekki.

Meðan menn reyna bara að þegja um glæpi kommúnista eru þeir marktækir í umræðunni um meinta eða raunverulega glæpi annarra.

En segðu mér Hjálmtýr, hvað var kennt í Komsomol-skólanum í Moskvu? Þú vildir amk ekki svara þeirri spurningu áðan, hvort þú hefur lært þar eitthvað, en þangað flykktust stórir hópar félaga þinna í Fylkingunni á sínum tíma, jafnvel eftir að formlega séð hafi íslenskir sósíalistar ætlað að skera á Sovét vegna innrásarinnar í Tékkó. Þú gætir byrjað á því að gera hreint fyrir þínum eigin dyrum áður en þú vilt sópa annars staðar.

En því miður hafa menn "af þínu sauðahúsi" líkin enn í lestinni...þess vegna er svona mikill fnykur af þessum skrifum þínum og "hinna sauðanna" um t.d. málefni Miðausturlanda og Bandaríkin.

Snorri Bergz, 24.7.2008 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband