Minningargrein

Æ, nú er Háaleitisútibúið farið.

Þar opnaði ég fyrsta bankareikninginn, fékk ávísanahefti og kort. Þá hét bankinn Samvinnubankinn, en rann saman við gamla bankann á sínum tíma.

Bankinn var þá starfræktur í litlum hluta fyrrverandi útibús, en tók síðan yfir húsnæði garnverslunarinnar og braut niður millivegginn. Það var stór dagur í bankasögu Smáíbúðahverfisfólks.

En mér finnst miður að sjá á eftir Háaleitisútibúi Landsbankans. Hvernig á fólk í Smáíbúðahverfi að nenna að fara til Hamraborgar ef það á erindi í "bankann sinn"? Það er kannski gott að búa í Kópavogi (lesist með bassaröddu), en til hvers eiga Reykvíkingar að sækja þangað bankaviðskipti?

Ég yrði ekki hissa þó Kringluútibú Kaupþings muni njóta góðs af þessu eða Glitnir í Miðbæ.


mbl.is Landsbankinn sameinar útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Auðveldari akstursleið úr Smáíbúðahverfinu í Mjóddina, en þetta er samt skandall af hæðstu gráðu.

Sverrir Einarsson, 21.7.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband