Hræsnin

Ég var ánægður með ummæli Hippó læknis í þessu máli. Hann segir nákvæmlega það sem ég vildi hafa sagt. Mér finnst hatrið hér vera orðið yfirgengilegt, þar sem menn/þjóðir eru ekki settir/settar við sama borð.

Maður var ekki hissa á að sjá vel þekkta haturskóna ryðjast fram með offorsi við þessa frétt. Sömu menn steinþegja eða telja málið réttlátt þegar fórnarlömbin eru ísraelsk.

Annars er maður orðinn svo vanur svona viðhorfum að maður er hættur að nenna að láta þau bögga sig.


mbl.is Skutu palestínskan fanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bara kominn á fætur. Hefur þú nokkur heyrt hvenær krossfesting mín á að eiga sér stað? Sjá hér: http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/596016/#comment1568051

Gaman til hliðar, alveg sammála þér og Hippó!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.7.2008 kl. 06:21

2 Smámynd: Snorri Bergz

Mér skilst að þú verðir negldur fljótlega...æ, sumir menn hljóta að hafa stór sár á sálinni, ef þeir láta svona og eru svo uppfullir af hatri að sanngirni er fórnað á altarinu samhliða fornleifafræðingunum.

Snorri Bergz, 21.7.2008 kl. 06:43

3 Smámynd: Snorri Bergz

Amm, en þegar Hizb'Allah myrðir tvo stríðsfanga og skilar líkunum, þá segir enginn neitt. Andstyggileg hræsni og ómyndarskapur.

Snorri Bergz, 21.7.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband