Feitir Suðurríkjamenn

Já, þekki þetta. Þyngdist um 10 kíló á nokkrum mánuðum, aðallega af Popeye's Chicken og öðrum djúpsteiktum óþverra. 

Síðan er bara samfélagsmenning Kananna mjög úr takti við allt sem heitir almenn skynsemi. Þessi skyndibitamenning hefur gert þá feita og tregða til hreyfingar og heilbrigðar vinnu hefur ekki bætt úr skák.

En mér leið vel þarna "suðurfrá". Hafði það ágætt og var á meðal grennstu manna á svæðinu! Og þrátt fyrir að vera bara í Virginíu!


mbl.is Þriðji hver íbúi of feitur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Djúpsteiktur matur og ekki bætir það að fólk verður latt við að hreyfa sig í hitamollunni sem oft ríkir þarna suður frá.

Virginía er frábært fylki og þar er ég búin að vera í næstum 19 ár. Hvar ert þú staddur?

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 18.7.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég bjó í Virginíu. Í Alexandríu. Æðislegur staður...æðislegur!

Ég bjó semsagt á sama stað og George Washington, þar sem hann lét þrælana sína puða og púla!

Snorri Bergz, 18.7.2008 kl. 06:03

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Já það var nú ekki fallega gert af honum Georg gamla. Sagt er að hann hafi barnað einn þrælinn. Samt sem áður er Virginía fallegt fylki og óendanlega margt að sjá. Verst að Iceland Air hættu að fljúga á Baltimore.  Ég bý aftur á móti í Manassas sem er rétt fyrir vestan Alexandríu. Skotkeyrsla þegar umferðin er ekki þung.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 18.7.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband