Sjálfsmeiðsli

"Self-inflicted", eins og Kanarnir segja. Hann var semsagt að gera glæfraæfingar að ásettu ráði, eins og segir í annarri frétt Moggans.

En hver leyfir 15 ára strákpjakki að gera glæfraæfingar á mótórhjóli? Hvaða rugl er þetta í gangi eiginlega?


mbl.is Fótbrotnaði á báðum fótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Svarið við spurningu þinni er einfalt: þeir leifa þetta sem ekki vilja standa í vegi fyrir að krakkarnir láti sína drauma rætast. Krakkar brjóta sig á skíðum og við að spila fótbolta en síðan þegar þið þröngsýna og illa upplýsta lið heyrið um krakka á vélknúnum ökutækjum þá missi þið legvatnið.

FLÓTTAMAÐURINN, 14.7.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég hef ekkert legvatn. EN fótbolti er dálítið annars eðlis en sirkusæfingar á mótórhjólum.

Snorri Bergz, 14.7.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Himmalingur

Vonum að Dóri Bjöss sé á þríhjóli, því ef hann veit ekki betur en það að halda að karlmenn hafi leg hefur hann varla þroska í að stjórna öðru flóknara!!

Himmalingur, 14.7.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Þórdís Anna

Ég held nú að hann hafi bara verið að taka svona til orða! Svo er 15 ára krökkum leyfilegt að vera á krossara þannig að foreldrarnir koma þarna málinu voða lítið við.

Þórdís Anna, 14.7.2008 kl. 21:39

5 Smámynd: Himmalingur

Þórdís: Ég veit! Var sjálfur farinn að leika mér á hjóli (krossara ekki þríhjóli) 14ára! Slysin gerast bara! Þökkum bara fyrir að hann slasaðist ekki meira!

Himmalingur, 14.7.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: Böðvar Guðmundsson

hottintottar

Böðvar Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 23:33

7 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

"Hver leyfir 15 ára strákpjakki að gera glæfraæfingar á mótorhjóli?"

Góð spurning, þó að skoðun fólks sé misjöfn á því hvað sé glæfralegt og hvað ekki.  Ég hef lagt stund á þetta motocross-sport frá 2005, ásamt mínum krökkum sem eru fædd 1992 og 1994.  Strákurinn, 94 módelið, er mjög grimmur hjólari þó hann stundi ekki FMX (FreeStyleMotocross) heldur keppir hann í motocross; til skýringar þá er það kappakstur á torfærumótorhjólum í þar til gerðri braut. 

Ég hef horft á hann eflast og þroskast af styrk, ákveðni, áræði og þrautseygju þessi ár, jafnt í velgengni sem andstreymi.  Hann slasaði sig alvarlega á æfingu fyrir þremur vikum og hjólar ekki meira í sumar - nær þess vegna ekki þeim árangri sem að var stefnt í Íslandsmóti og Norðurlandamóti.  Hann tekur þessum meiðslum af yfirvegun og ákveðni með langtímasjónarmið í huga, eins og þjálfun og æfingar í sportinu okkar hafa kennt honum.  Ég sé hvorki það að ég hefði sýnt þessa yfirvegun á hans aldri, né heldur að almennir unglingar af tölvuleikjakynslóðinni taki á andstreymi með þessum hætti.

Vissulega er fólki heimilt að gagnrýna þó það hafi ekkert vit eða þekkingu á málefninu.  Það væri hins vegar kurteisi ef fólk sleppti orðum eins og "hottintottar" og hugtökum eins og "self-inflicted" þegar rætt er um íþróttaiðkun sem 10 til 12.000 landsmenn stunda af lífi og sál.  Sömuleiðis held ég að Snorri Bergz hefði afskaplega gott af því að líta upp frá tölvunni í smá stund og vil ég þess vegna bjóða honum að koma með okkur á eina hjólaæfingu, kynnast örlítið þessu mest vaxandi fjölskyldusporti á Íslandi og jafnvel setjast á torfærumótorhjól og sjá hvort hann nær niður.

Til að svara spurningu Snorra, þá leyfi ég mínum unglingum at stunda mótorhjólaakstur á þar til gerðum brautum og lokuðum svæðum, í samræmi við lög, og er stotur af.

Hjólakveðjur
Ólafur H. Guðgeirsson
teamkawasaki.blog.is

Ólafur H. Guðgeirsson, 15.7.2008 kl. 09:20

8 Smámynd: Snorri Bergz

Ólafur. Ég er ekki að finna að því að unglingar stundi þessa íþrótt. Ég er að finna að því að unglingar á þessum aldri fara í svona glæfrastökk.

Snorri Bergz, 15.7.2008 kl. 09:24

9 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Það er lítill munur á því hvort verið er að fara backflip eða stökkva stóra pallin í krossbrautinni í fjórða gír á botni með 10 hjól í kringum sig - hvorttveggja krefst undirbúnings, æfinga, aga og ákveðni.

Ítreka boð mitt til Snorra um að standa upp frá tölvunni og kíkja útí braut með okkur.  Ef hann vill svo vinna að slysavörnum unglinga má benda á að í hestasportinu tíðkast ekki að nota neinn öryggisbúnað nema einn lítinn hjálm.  Hann ætti líka að hafa í huga orð Ofeigs Þorgeirssonar yfirlæknis á slysadeild í viðtali á einhverri sjónvarpsstöðinn að eitt og eitt beinbrot krakka og unglinga væri ekki vandamál samanborið við hið stórkostlega vandamál sem almennt hreyfingarleysi er.

Ólafur H. Guðgeirsson, 15.7.2008 kl. 15:01

10 Smámynd: Snorri Bergz

Sama og þegið, en ég sit nógu lengi á rassinum, þó ég fari ekki að "sitja" á svona hjóli líka!

"...hvorttveggja krefst undirbúnings, æfinga, aga og ákveðni"

Heldurðu að 15 ára strákur hafi það sem til þarf í backflipið?

Snorri Bergz, 15.7.2008 kl. 18:46

11 Smámynd: Kristján G

það var nú 16 ára strákur sem náði því í 2 tilraun, og það gat nú verið að eitthverjir bjánar færu að væla því að þetta snýst ekki um helv. boltaíþróttir, krakkar eru komnir á hjól um 5 ára og farin að æfa sig þannig að 15 ára og búinn að læra að stökkva ætti að vera tilbúin í að æfa sig í freestyle

Kristján G, 15.7.2008 kl. 19:51

12 Smámynd: Snorri Bergz

Kristján G.: "...og það gat nú verið að eitthverjir bjánar færu að væla".

Vá, mikið hlýtur þér að líða vel í sálinni. En hvað hefur skrifað merkilegt á bloggið þitt?

Snorri Bergz, 15.7.2008 kl. 21:51

13 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Já, ef sá 15 ára hefur hjólað frá 6 ára aldri eða svo og æft og undirbúið með RÉTTUM hætti þá hefur 15 ára strákur klárlega það sem þarf í bakkflipp.  Svona vitleysa er háð öðrum hlutum en aldri....nema hvað ég fyrir mína parta er orðinn of gamall til að gera svona þó ég hjóli talsvert  og hreyfi mig mikið miðað við aldur

Ólafur H. Guðgeirsson, 16.7.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband