Man Utd að kaupa Aguero?

Ja, manni kemur Liverpool fyrst í hugann, enda spilaði Aguero með At. Madrid, þaðan sem Torres kom. Og Liverpool vantar einhvern í staðinn fyrir Gíraffann. En ég efast um að Liverpool hafi efni á Aguero, ef hann á að kosta 55 milljónir evra...er það ekki c.a. 40 milljónir punda?

En það á ekki að vera problem fyrir klúbbinn, sem ekki er Chelsea.


Arsenal hefur efni á Aguero og yrði hann mjög góð viðbót, einkum ef Adebayor færi til Milan eða Barca. Þetta er frábær leikmaður sem myndi sóma sér vel hjá Arsenal. Ungur strákur og efnilegur og passar vel inn í prófíl Wengers.

En Man Utd er þó líklegast, enda er buddan full, þrátt fyrir töluverða eyðslu á síðasta ári. Þar er líka tilfinnanlegur skortur á markamaskínu, einkum ef Ronaldo fer til Madrid. Þar er eiginlega engin alvöru "senior striker" nema Saha og hann er meiddur 11 mánuði á ári.

 

Ég vona að Aguero fari til Arsenal, en mig grunar þó að hér sé um að ræða Man Utd, miðað við fréttina. En síðan er auðvitað ekki hægt að útiloka Liverpool.


Allavega: Aguero myndi sóma sér vel í bestu fótboltadeild í heimi.

 


mbl.is Agüero til Englands ?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband