Atvinnuleysi framundan?

En nú verður spurningin, verða Íslendingar tilbúnir til að vinna skítverkin frekar en ekki neitt? Eða munu landar vorir frekar sitja á bótum en að vinna á lágmarkslaunum?

En síðan kemur spurningin um þessar þúsundir útlendinga sem vinna hér. Þeir vilja vísast frekar vera hér atvinnulausir en á heimaslóðum, eða það býst ég við.

Síðan er þriðja hjólið. Mig grunar að atvinnurekendur, sumir a.m.k., vilji frekar hafa útlendinga í vinnu en Íslendinga. Þeir eru e.t.v. ódýrari og gera minni kröfur, t.d. um atbúnað.

En a.m.k. er atvinnuleysi framundan. Ég er eiginleg hissa á að því hversu atvinnan hefur haldist miðað við ástandið.


mbl.is Þúsundir án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband