Ljósmyndari á felgunni

Skv. verðmati Páls Stefánssonar voru felgurnar hans dýrari en eðalvagninn minn kostar. Ég á bágt með að fatta svona lagað. Ég meina, hver setur felgur fyrir 600.000 kall undir svona smábíl?

Maður hefði getað skilið það ef hér ætti milljarðarmæringur í hlut og bíllinn héti Porsche eða eitthvað þaðan af betra.

En gaman þætti mér að sjá hvernig 600.000 kr. verðmatið er tilkomið.


mbl.is Stolnar felgur komnar í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég held að það sé nú soldið langt síðan að Golf, hvað þá GTI Golf var smábíll. Þetta er tæpra 4 milljón króna bíll sko. Verðmatið er væntanlega komið frá Heklu því þetta voru VW felgur.

Egill Óskarsson, 4.7.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Snorri Bergz

Jújú, en þetta er enginn Porsche 2008 sko! En voðalega hafa ljósmyndarar það gott :)

Snorri Bergz, 4.7.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Ég hefði kannski ekki átt að leggja fínu myndavélina mína á hilluna!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 4.7.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Egill Óskarsson

Hehe, þetta er nú engin áhugaljósmyndari sko, einn af okkar bestu.

Egill Óskarsson, 4.7.2008 kl. 12:08

5 Smámynd: Snorri Bergz

Já, einn albesti í þessum bransa, mikið rétt!

Snorri Bergz, 4.7.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband