Slítur Samfó stjórnarsamstarfinu?

"Segir Wade að nú sé ríkisstjórn Íslands í miklum vanda og orðrómur sé uppi um að Samfylkingin vilji ljúka stjórnarsamstarfinu og boða til nýrra kosninga. Skoðanakannanir bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni gjalda afhroð ef kosið yrði nú og að Samfylkingin gæti náð nægu fylgi til þess að mynda samstarfsstjórn með einhverjum minni flokkanna."

 

Kæmi ekki á óvart. Samfó hefur bara það markmið að stjórna. Vantar stefnu og hugsjónir, málefni og hreinlega ábyrgðartilfinningu. Samfó hefur verið að leika stjórnarandstöðu í stjórninni og látið allt snúast um að auglýsa upp flokkinn og ráðherranna; svo mikið, að þeir hafa lítinn tíma haft til að stjórna fyrir PR-múfum.

En stjórnarslit myndu vísast gleðja Capecent og Félagsvísindadeild HÍ. Þá myndi verða hægt að gera margar, margar skoðanakannanir!

EN ef samfylking Kvennalistakellinga og gamallra komma (manna eins og Kallavallamatt byltingarmanns og tukthúslims, svo ekki sé talað um þá þekktu) slítur stjórninni og vill boða til kosninga til að fara í stjórn með umhverfiskommunum, gæti Geir Haarde hlegið að þeim með þriggja flokka stjórn með Framsókn og Frjálslyndum :) Það yrði ábyggilega skárra en þessi hörmung.

 


mbl.is Rót vandans einkavæðing íslensku bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Frábært hjá þér. Einu sinni en hef ég kosið rétt. Skal gera það afytur.  Fjárlslyndnar sjálgsagt.

Vona að það skulu gera fleiri.

Andrés.si, 1.7.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband