Íslandsvinurinn Róman Abramóvíts

Já, milljarðamæringurinn og eigandi Chelsea, hinn velþekkti Róman Abramóvits, ku vera Íslandsvinur og það jafnvel í hæsta gæðaflokki.


Á vefsvæði íslenskra stjórnvalda segir frá aðdraganda stofnunar Íslandsvinafélags í Rússlandi, þ.e. því fyrsta frá því á dögum Sovéts, gerði ég ráð fyrir.


"Ráðgert er að Íslandsvinafélag verði stofnað 20. apríl nk., en sendiráðið hefur unnið að þessu máli frá ársbyrjun 2001. Að markmiði var haft að í stjórn félagsins yrðu málsmetandi einstaklingar úr stjórnmálum, menningarsviði og úr viðskiptalífi. Því markmiði virðist vera náð. Eftirfarandi aðilar hafa lýst sig reiðubúna að taka sæti í stjórn: Júríj Reshetov (formaður), fyrrum sendiherra Rússlands á Íslandi, Alexei Arbatov, varaformaður varnarmálanefndar rússneska þingsins, Vjatsjeslav Níkonov, stjórnmálaskýrandi, Tatjana Jackson, norrænufræðingur, Olga Smírnitskaja, norrænufræðingur, Bela Karamzina, fyrrum ritari sendiráðsins og Roman Abramovítsj, héraðsstjóri Tsjúkotka."

Af hverju ætli Róman hafi verið "Íslandsvinur"?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband