Næmni fyrir smáatriðum

Ég var að lesa gömul blöð  á Þjóðarbókhlöðu fyrir nokkrum árum síðan, eins og svo oft áður og síðar, en í filmuherberginu var þá jafnan sami maðurinn og urðum við kunningjar af þessum löngu samvistum við blaðalesturinn.

Nú var svo að við fórum samtímis út einn daginn, en þá beið vinur þessa manns eftir honum á bíl og saman ætluðu þeir að bralla eitthvað. Sá maður var Arnaldur Indriðason. Ég kvaddi og þeir fóru.

Daginn eftir spurði þessi maður mig, hvernig þekkir þú Arnald Indriðason?

Ég sagðist ekki þekkja Arnald Indriðason neitt.

Þá kom úr dúrnum að Arnaldur hafði spurt mann þennan: "Er þetta ekki Snorri Bergs"?

Þá mundi hann eftir mér frá því um 1980 þegar ég var stundum "í Heiðargerðinu", heimili Indriða og fjölskyldu, eitthvað að bralla með "Púmma", litla bróður Arnaldar. Ótrúlegt að hann skyldi muna þetta, því var ekki eins og ég væri þarna daglegur gestur.

Uppfrá þessu hef ég borið extra-mikla virðingu fyrir Arnaldi. Menn sem hafa svona minni og skarpskyggni hljóta jafnframt að vera næmir fyrir smáatriðum þeim, sem gera spennubækur góðar, betri, bestar.

Skrifin eru í blóðinu. Það er alveg á hreinu.

Óska ég Arnaldi til hamingju með enn eina rósina í hnappagatið.

 


mbl.is Arnaldur hlaut Blóðdropann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband