Hin útlenda siðspilling

Gamalt ritgerðarundirkaflabrot sem ég fann þegar ég var að taka til í tölvunni. 

****************----------------------------************* 

Reykjavik_myndEins og hegðun lýsir innri manni birtist skapgerð þjóðar í háborg henn­ar. Reykjavík reis eins og fuglinn Fönix úr öskustó sveitanna. Vöxtur bæjar­ins var hægur til að byrja með, en loks þegar krumlur sveita­kol­brabb­ans los­uðu tök sín af þjóðarsálinni, hófust stórfelldir fólks­flutn­ingar á mölina.



Ís­lend­ingar höfðu fengið sína eigin háborg stjórnsýslu og viðskipta, mennt­­unar og menn­­ingar. Hún var Aþena sumra en Sód­óma annarra, elskuð og hötuð, heim­ili hundruða. en fjarlægur draumur margra, sem þjak­aðir voru af átt­haga­fjötrum og vistar­bandi. Skapgerð þjóð­arinnar var ekki leng­ur opin­­beruð frá hálf­­hrund­um mold­ar­kofum, heldur virðulegum mið­bæ Reykja­víkur. Íslensku sveita­lubbarnir voru nú smám saman að taka á sig nýju klæðin heims­­borg­ar­ans.    


Halldór Laxness skýrði eitt sinn frá því, að stórmennin væru „andlit þjóð­­­menn­ing­anna” og „ágætustu afsprengi þjóðarinnar um leið og full­­komn­­astar opin­beranir á kjarna tímans, sem þá ól. Þannig er ekki stór­mennið þjóð sinni meira, heldur saman dregið tákn um mikilleik henn­ar. Stór­mennið er ris ein­hverrar ein­stakrar þjóðvitundar….”
[1]



Því er það næsta kald­hæðnis­legt, að fyrsti íslenski ráð­herrann skuli hafa verið af hálf-erl­end­­um ættum, „Júða­djöfull”, eins og dr. Helgi Pjeturss lýsti yfir í niels_finsenheyranda hljóði. Og frægustu Ís­­lend­­ingarnir, Nóbelsverðlauna­hafinn Niels Finsen og mynd­höggv­arinn Bert­el Thorvaldsen, voru af hálf-erlendu ætterni, en sóttu vita­skuld gáfur sínar í hinn einstak ís­lenska kynþátt, ef Sigurður Nordal prófessor hafði einhver lög að mæla:



„Þeir tveir menn af íslenskum ættum, sem víðfrægastir hafa orðið á síð­ari öldum, Bert­­el Thorvaldsen og Níels Finsen, voru báðir danskir í móður­ætt. Samt eigna Íslendingar sér þá að mestu leyti, og það með fullum rjetti, því að varla er vafamál að þeir sóttu sjergáfur sínar í hinn ís­lenska kynþátt. Það mun búast við, að mannakynbætur (eugenics) verði eitt hið mesta áhuga­mál fram­tíð­ar­inn­ar og Íslendingar standa þjóða best að vígi til þess að taka þátt í slík­um rann­sóknum.”
[2]

Á Íslandi var því gott kyn að finna og mætti því ekki spilla með er­lendum áhrifum og blóðblöndun.


[1] Halldór Laxness, Alþýðubókin (Rvík, 1929), 67.

[2] Sigurður Norðdal, „Ættarvitund”, Lesbók Mbl. 23. apríl 1939. (Leturbreyting).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband