Afritun bloggefnis hjá Landsbókasafni

Ég verð að segja, sem sagnfræðingur, að ég styð þetta. Þetta eru heimildir sem nýtast í framtíðinni, enda hefur rituðum heimildum fækkað hlutfallslega, t.d. bréfum fólks.

Ég vil svo segja, að þrátt fyrir krappan fjárhag er Landsbókasafnið tær snilld. Staffið er frábært, aðstæður góðar og flest mál til stakrar prýði. Meira að segja Örn Hrafnkels er að slá í gegn svo um munar :)


mbl.is Landsbókasafn hefur safnað .is-vefefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Fyndin tilhugsun samt að bullið í svona vitleysingum eins og okkur geti í framtíðinni orðið einhver sagnfræðiheimild

Björn Kr. Bragason, 12.6.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, hehe. En ég hef ásett mér að skrifa hér ekkert sem gæti talist "að viti", nema lauma e.t.v. einstaka "af spjöldum sögunnar" inn þegar ég nenni, en það er sjaldan. Maður hefur einfaldlega ekki tíma til að leggjast í neinar verulegar pælingar. Sumir okkar þurfa að vinna og svoleiðis.

Þess vegna bulla ég bara... :)

Snorri Bergz, 13.6.2008 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband