Bara smá hugleiðingar

Jæja, stjórnin er búin að sitja í rúmt ár. Frá mínum bæjardyrum séð hefur hún valdið mér vonbrigðum. Margt kemur til en ytri aðstæður hjálpa e.t.v. ekki til.

Sjálfstæðisflokkur: Ég held að stokka þurfi verulega upp í liði flokksins. Ef þarna fer rjómi flokksins, er flokkurinn með mjólkuróþol. Það mætti losna við suma mjög fljótlega. Sjálfstæðisflokkurinn er að hrynja vegna þess að flokksmenn hafa valið óhæfa einstaklinga í ýmsar áberandi stöður á vegum flokksins.

Samfylkingin: Er enn að fóta sig á því að vera í stjórn. En starfskynningin hefur tekið ár og enn hafa samfó-ar ekkert lært. Mikil vonbrigði. Þetta hlýtur að vera eitt það aumasta sem gengur hefur yfir íslenska lýðveldið frá upphafi. Hentistefnuflokkur sem myndi lítið skilja eftir sig, myndi hann leggjast niður og kvennalistakellingar færu í Femínistaflokk Íslands, VG, og hægri kratarnir í eigin flokk, eða taka bara yfir Frjálslynda eða Sjálfstæðisflokk.

Það segir e.t.v. ýmislegt um flokkinn að Össur Skarphéðinsson og Maddama Jóhanna séu e.t.v. þau skástu þarna á svæðinu.

Annars er ég með solid Árnesingabrandara. Ég vona að þið hafið ekki heyrt hann...

 ...

 

...

 

...

 

 ...

 

Björgvin Sigurðsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband