FRAM-arar á sigurbraut

2-0 og leikurinn að klárast. Eftir 2. umferðir eru Framarar með fullt hús og vísast með markatöluna 5-0.

Öðruvísi mér áður brá, þegar mínir menn sátu á botninum, eggjaðir upp fyrir haus.

En auðvitað er sumarið að byrja og margir leikir eftir. Fram á auðvitað eftir stórveldin Val, FH og ÍA; hin stórskemmtilegu lið Fjölnis og Keflavíkur, en líka nokkra minni spámenn eins og Þrótt, Grindavík og KR.

En í öllu falli gæti þetta orðið skemmtilegt sumar í Safamýrinni og vonandi helst falldraugurinn fjarri.

Markmið sumarins: Að vera fyrir ofan KR.

Viðbót: sé að Fjölnir hefur komist yfir 2-1 gegn KR. Glæsilegt.


mbl.is Framarar sigruðu HK 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband