Moggabloggarar = Úrhörk samfélagsins, dæmd til dauða og helvítisvistar

Jahérna. Ég er semsagt kominn á hitlist og hell-list hjá Massanum á b2. Já, ásamt Stebba Fr., Sóleyju Tómasar og Tuma. Við föllum semsagt undir eftirfarandi:

"Það eru nokkrir bloggarar sem mér finnst að ættu að deyja og fara til helvítis, eða þá í það minnsta hætta að blogga undir eins. Hérna kemur stuttur listi sem er alls ekki tæmandi, nennti ekki að finna fleiri vegna þess að ég fann lífsviljann dofna með hverri mínútunni."

Ótrúleg snilld hjá manni, sem sjálfur virðist ekki hafa mikið fram að færa, amk ekkert sem setið getur eftir í mannshuganum og telst til gáfumannaspjalls. En þarna koma hinar 15 mínútur frægðar. Ágætt. Það þarf lítið til að gleðja litlu börnin.

En deilan um "Mbl.is bloggið" og "fréttabloggara" heldur áfram. Almennt eru víst Moggabloggarar mestu úrhrök  samfélagsins, að mati þessa manns af þeirri ástæðu að ekkert merkilegt komi hér fram. Hér séu unglingar að fíflast, miðaldra fólk að fá útrás fyrir leiðinlegt líferni eða eitthvað. En mætti ég frekar biðja um Stefán Pálsson, hann skrifar þó amk skemmtilegan texta og er þar að auki FRAM-blár inn að beini.

Sjálfur blogga ég mér til skemmtunar, oftast til að fá útrás smástund frá vinnu, loksins þegar maður þarf ekki að vanda hvert einasta orð og pæla í allskonar leiðinda staðreyndum og þrætubókardæmum. Síðan, þegar ég hef tíma, reyni ég að skjóta einhverju bitastæðara fram, t.d. undir "Af spjöldum sögunnar".. En gott er að ungir menn eins og Massi geti fengið útrás fyrir hneykslunarþörf sína og fordæmt Moggabloggara, sérstaklega okkur fjögur, til helvítis.

Þá er hann a.m.k. ekki að kasta eggjum í lögregluna á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góður pistill...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband