Umræðustjórnmál og ákvarðanafælni

Bæjarstjórinn lýsir því einnig hve mikla heimavinnu þurfti að vinna innan Samfylkingarinnar til að meirihlutinn gæti tekið ákvörðun um sölu á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja til OR. Það er einmitt málið og segir allt um ákvarðanafælni meirihlutans í Hafnarfirði, því ekki þurftu sveitarstjórnirnar í Grindavík, Sandgerði, Vogum og Garði langan tíma til að taka tilboðum í þeirra hluti í HS.

 

Þetta kemur svosem ekki á óvart. Þegar flokkur hefur ekki skýra og samhenta stefnu, heldur er bræðingur fólks úr ólíkum áttum með ólíkar skoðanir, þarf að ræða málin fram og til baka til að ná sáttum.  Og þá er kannski orðið of seint að gera neitt í málinu.

Það er ekki nóg að steypa, það þarf að hafa steypumótin tilbúin. Ég furða stundum á starfsháttum Samfó, en jæja, ekki mitt vandamál.


mbl.is Segir bæjarstjórann fara rangt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband