Malaría

Ég fékk malaríu þegar ég var kominn vel á þrítugsaldur og var lækni sigað samstundis á mig. Hann skaffaði mér alls konar pillur sem unnu vel á þessu. Ég man ekki hversu lengi ég lá hálf rotaður í rúminu en mig minnir að ég hafi verið kominn á ról c.a. viku eftir heimkomuna frá Kairó.

Í mælingum fyrir c.a. 2 árum fannst enn malaríusýking í mér, en hún liggur þarna bara í leyni og bíður eftir moskító-flugum til að virkja sig að nýju.

Ég man að þetta var ekki skemmtilegasta vika sem ég hef lifað og styð því Bankann í því að koma svona herferð af stað.


mbl.is Ki-moon hvetur til herferðar gegn malaríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Mmmh.

Vissir þú að Malaría er notuð til þess að lækna sárasótt?

Merkilegt nokk er það staðreynd. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.4.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Snorri Bergz

Aha, þess vegna sleppur maður alltaf

Snorri Bergz, 25.4.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband