Vörubílstjórarnir, Sturla, Lára og co

Horfði á Sturlu í Kastljósinu eftir á. Úff, hann er ekki góður málsvari, og ekki ábætandi þegar hann neitaði því að "kjaftshöggsmaðurinn" hefði nokkuð með trukkakallana að gera. Sturlu tókst þarna að fjarlægja síðasta samúðarsnefilinn sem ég hafði. Burtséð frá málstað þeirra strákanna og einstaka málsatvikum, þá hegða menn sér ekki svona í sjónvarpsviðtali.

En á hinn bóginn var Hörður lögga mjög trúverðugur og kom sómasamlega fram.

Ég bloggaði áðan um Láru, en nú heyrir maður að hún, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða, var að reyna að búa til frétt. Þetta var ekki grín, þá hefði raddblærinn verið öðruvísi. Ég er aldeilis hlessa:

http://sersveit.rlr.is/laraomars.mp3


Ég heyri ekki betur en að hér sé verið að hvetja til lögbrots. Ætli það sé stefna Fréttastofu Stöðvar 2? Og ég sem vildi trúa því besta um hana og gefa henni "benefit of a doubt". Ég vil heyra hana útskýra þetta. Þetta var ekki grín, alls ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband