Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Bréf til Láru
Ég hef sjálfur sagt ýmislegt í hita leiksins. Ég hef sagt hluti sem ég iðrast. Stundum hef ég reynt að breiða yfir þá og reynt að draga úr þeim með einhvers konar fjasi um að þetta hafi bara verið í gríni. Og stundum var það bara í gríni. En öllu gríni fylgir einhver alvara.
Ég þekki því hvað það er að vera eldrauður upp fyrir haus, vitandi að ég hef klúðrað "bigtime". Tilraunir til að breiða yfir slíkt hafa jafnan gert illt verra. Amk skv. minni reynslu.
Ágætt þó að segjast hafa gert mistök. Þú gerðir mistök. En mistök eru til þess að læra af þeim. Við gerum öll mistök, en þurfum að bera ábyrgð á þeim.
Ég hef engan áhuga á að heimta þitt annars ágæta og vel útlítandi höfuð á diski, eins og Heródías eða hvað hún hét annars kellingin forðum. Við erum öll breisk. Ég vil sjálfur geta átt von á fyrirgefningu þegar mér verður á -- það gerist því miður alltof oft.
En fréttamenn bera ábyrgð, meiri ábyrgð en margir aðrir. Þessi mistök þín eru ekki aðeins blettur á þínum annars ágæta ferli, heldur einnig á fréttastofunni. Þetta er því ekki aðeins þitt mál, heldur mál vinnuveitenda þinna og þeirra sem kaupa þjónustu hjá því fyrirtæki.
Ég veit ekki hverju ég á að trúa. Varstu að "sviðsetja" fyrir myndavélar eða vildirðu í raun taka þátt í leiknum? Eða ertu ekki betri fréttamaður en þetta? Eða gerðirðu bara "mistök" sem þú lofar að gera aldrei aftur?
En hvernig sem þetta fer hjá þér núna mun þetta mál fylgja þér lengi. Þér verður ekki treyst jafn rækilega og áður. Þú verður semsagt að gera betur en þetta til að ávinna þér traust fólksins að nýju.
Ég vil ekki heimta fallöxina yfir þig vegna þessa. Ég held, og er reyndar viss um, að þér líði alveg nógu illa yfir þessu þegar. Ég held að einmitt það sé næg "refsing" og ég tel mig ekki hafa rétt til að heimta neinar refsingar til viðbótar.
Ég óska þér alls hins besta og vona að þú komist heil út úr þessu leiðinlega máli.
Og fyrir þá, sem slysast hafa til að lesa þetta: Höfum við nokkuð efni á að kasta steinum þetta skiptið? Gerum við ekki öll mistök?
Ég tek svo fram að lokum að ég er með hausverk og kann það að skýra þessar furðulegu pælingar mínar.
Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vík burt Satan.
Snorri Bergz, 25.4.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.