Særandi?

Rak augun í þetta:

"Hins vegar samþykkja notendur bloggsins skilmála þess efnis að þeir miðli ekki á bloggsvæðum sínum efni sem er ólöglegt, feli í sér áreiti eða hótanir eða sé særandi. "


Ef eitthvað sem einhver segir á blogginu særir mig, á ég þá að kvarta og væla í Moggamönnum? Þá væri heil herdeild manna í að svara slíkum kvörtunum.

En síðan er spurning: sagði Skúli eitthvað sem var ósatt?


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef eitthvað er særandi, er um að gera að skrifa athugasemd. Til þess er þetta box er ég er að skrifa í núna. Ætli þetta séu ekki sömu viðkvæmu sálirnar og voru kallaðar klöguskjóður í barnaskóla?

Villi Asgeirsson, 22.4.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Virða skal landslög!

Þórhildur Daðadóttir, 22.4.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Breyta skal landslögum ef ekkert vit er í þeim. Af hverju er bannað að gagnrýna trú en þó er trúboð leyft? Er það ekki hræsni?

Villi Asgeirsson, 22.4.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Steinar Örn

Virða skal landslög en ekki samþykki ég að setja moggamenn í dómarasætið!

Steinar Örn, 22.4.2008 kl. 11:43

5 Smámynd: Loopman

Þú veist vel Sneott Bergz að sannleikurinn er algert auka atriði þegar kemur að ritskoðun og meiðyrðum. Oftast eru menn dæmdir fyrir meiðyrði fyrir að segja sannleikann. Það hefur komið í ljós eftirá ef það var ekki augljóst fyrir. Sannleikurinn er sá... að menn telja sínum skoðunum ógnað, og því ber að banna þá.

Loopman, 22.4.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband