Tveir prestar ásakaðir um barnaníð!?

Horfði um daginn á hluta heimildamyndarinnar "Deliver Us from Evil" um barnaperraskap í kaþólsku kirkjunni. Mér varð óglatt. Ekki gott ástandið á þeim bænum. En nú fer sá lúterski sömuleiðis undir smásjána.

Tveir íslenskir prestar eru nú í þessum töluðu orðum undir ásökunum um barnaníð. Í Íslandi í dag birtist umræða um ásakanir Doctors E í hans garð. Ég skil það mál reyndar ekki alveg og á eftir að horfa betur á dæmið. En ég verð þó að segja að ég efast um að ásakanir Doctors E eigi við einhver rök að styðjast, ef rétt var eftir honum haft.

Síðan er hinn hempurúni klerkur Torfi Stefánsson að fá svipaðar ásakanir í kommentakerfi Birgittu, þar sem hann er sakaður um að níðast á börnum.  Ég hef þekkt Torfa lengi og yfirleitt bara af slæmu. Ég skal viðurkenna að hann er í mínum huga einn andstyggilegasti maður sem ég hef kynnst og hefur hann verið rekinn út af mörgum, ef ekki flestum, spjallsíðum landsins fyrir ýmsar sakir. En þetta held ég að sé hreinasta bull....og vonandi mun viðkomandi bullari gera grein fyrir máli sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband