Sorglegt

Maður hefur varla jafnað sig eftir fréttirnar frá umferðarslysunum síðustu daga þegar nýjar fréttir berast um hið sama.

Staðsetningin kemur manni svo sem lítið á óvart, enda er þessi kafli frá Hveragerði til Selfoss að mínum dómi ein stór slysagildra. Þarna fer mikil umferð á hverjum degi og vegurinn er alls ekki nógu góður til að bera hinn mikla fjölda bifreiða.


Þegar búið verður að redda Reykjanesbrautinni ætti að mínum dómi að klára leiðina að Selfossi, þ.e. ljúka spottanum frá Reykjavík til Hellisheiðar og taka Selfoss-Hveragerðis í leiðinni. Þetta er mun áríðandi verkefni en að bora göng á milli smáþorpa úti á landi, með fullri virðingu fyrir þeim og íbúum þeirra.

En ég spái því reyndar að miðpunktur vegaframkvæmda á næstu árum verið á norð-austurlandi, enda er hreppspólítíkusinn Kristján Möller samgönguráðherra. Úff...margt er á okkur Íslendinga lagt og Marshall-aðstoðin virðist ekki koma að neinu gagni.


mbl.is Suðurlandsvegur enn lokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

En til hvers að laga veg á milli smáþorpa á suðurlandi ? með fullri viðringu fyrir þeim og íbúm þeirra..........

Rúnar Haukur Ingimarsson, 11.4.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú ert vonandi að djóka Rúnar Haukur........Eða ertu bara heimskur.

Solla Guðjóns, 11.4.2008 kl. 11:05

3 Smámynd: Snorri Bergz

Selfoss er nú svoldið stærra samfélag en sum önnur sem fá milljarðagöng og þarna í gegn fara margfalt fleiri bílar á degi hverjum.


Ollasak: Eg efa að Rúnar sé heimskur, heldur bara illa vaknaður :)

Snorri Bergz, 11.4.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Leiðin á milli Hveragerðis og Selfoss er í alfaraleið og er hluti af þjóðveg1. Þegar keyrt er framhjá Kögunarhóli má sjá fjöldann allann af krossum sem hafa verið reistir til minninga um þá sem hafa látist á þessum vegarspotta. Og ekki síst vegna þess að þar sem bílar hafa skollið samn sem hafa konið uúr gagnstæðri átt, eins og í morgun.

Stór hluti þjóðarinnar fer þarna um í hverjum mánuði já eða viku hverri

Jóhanna Garðarsdóttir, 11.4.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég ætlaði nú ekki að móðga manninn en var ekki búin að lesa greinina til fulls þegar ég las kommentið og það fauk í mig......

Afsakaðu Rúnar Haukur.

Solla Guðjóns, 11.4.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband