Græðum við á EB aðild?

Ja, að mínum dómi eru þetta nú ekki hlutlausir aðilar. Það væri eins og að miðstjórn Framsóknarflokksins myndi gefa út skýrslu þess efnis, að kjör Íslendinga myndu batna um 25% við það að Framsóknarflokkurinn kæmist til valda.
mbl.is Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Alþingi setur fjárlög, Afgangur = minni eftirspurn = lægri verðbólga = lægri vextir.

Ef vextir lækka í evru standard, hækkar húsnæði bara um helming eins og hendi sé veifað. Það mun gerast en hægar.

Óhlutdrægasta skýrsla sögunar. Ekkert talað um mikinn framgang í bankaiðnaði, ef krónan er svona slæm af hverju gengur þá betur hjá okkur í vexti en öðrum.

Ekkert talað um þá kvöð sem fjárlög fá á sig eða gróðann af því að geta stjórnað fjármagnsflæði með vöxtum. Okkar vandamál er fjármagnssvelti fyrir 2002, sem hefur aldrei náð sér.

Ef ég væri Evrópufræðingur sem bara hliðholt fólk Evrópusambandinu gerist myndi ég líka reyna að selja það í skýrslum sem ég fengið borgað fyrir að búa til, svo í framtíðinni getur maður fengið vinnu í Evrópumálaráðuneyti og verið í belgískum bjór 1 viku í hverjum mánuði.

Ef þeir sem börðust fyrir sjálfstæðinu eru að horfa á okkur,  myndu þeir ekki trúa að ísland væri ríkara en Danmörk og þá trúði engin á okkur, valla við sjálf. Svo erum við að fara að selja okkur fyrir tap. Sorglegt

Johnny Bravo, 10.4.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband