Varúð: peningafalsarar ganga lausir

Ég fór rétt áðan niður í sjoppu, en þá hafði "dúddi" nýlega horfið þaðan á braut eftir misheppnað svindl. Aðili þessi (eða aðilar, ég spurði ekki um fjölda) hafði beðið um kók í dós og bland í poka og reyndi að borga með 5,000 seðli sem jafnvel smá börn hefðu séð að væri falsaðir. Ég sá seðilinn; léleg fölsun.

Hinrik sjoppueigandi gerði seðilinn upptækan og hringdi á lögregluna, sem var víst upptekin. Ég stoppaði þarna nokkra stund, en ekkert bólaði á löggunni. Nú sé ég út um gluggann að löggubíll er að renna í hlað.

A.m.k. vildi ég bara vara fólk við, að svona lið er á sveimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband