Mascherano málið

Sko Mascherano er stöðugt nöldrandi og tuðandi í dómurum, leiðinda karakter í framkomu. Ég skil dómarann vel...reyndar skil ég ekki af hverju hann fauk ekki fyrr. En að vísu var þetta óvenju slæmt hjá honum gegn Man Utd.

Hitt er svo annað mál, að Chelsea og Man Utd hafa fengið að komast upp með svona t.d. Rooney. Þau virðast vera á sérsamningum hjá dómurum hvað þetta varðar og margt annað, t.d. vítaspyrnur og svoleiðis.


En svona er með dómara og admina. Þeir leyfa nöldurseggjunum að vaða uppi of lengi, svo úr verður vandamál sem heldur áfram að koma aftan að þeim. Svona menn á bara að taka afsíðis, við fyrsta nöldur og segja: "Ef þú heldur þessu áfram, sendi ég þig út af". Þá er málið dautt.


En hins vegar er ég sérlega ánægður með að Mascherano skuli ekki spila gegn Arsenal á morgun, þó´ég viti að í stórum leikmannahópi Liverpool kemur maður í manns stað.

 


mbl.is Liverpool áfrýjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband