Er heilinn hitaeininganæmur?

Ok, ég er nú enginn sérfræðingur um mál sem þessi. En mig grunar þó, að þrátt fyrir þessi niðurstaða sé formlega "rétt", hljóti það að vera skynjun sykurs / glúkósa sem hafi þessi áhrif, þó auðvitað sé í meginatriðum um sama hlut að ræða, en samt ekki alveg.


Líkaminn hlýtur að hafa einhvert system sem sendir út boð um, að þörf sé fyrir orku. Og þegar þeim boðum er svarað með ríkulegum hætti, þakkar hann fyrir sig. Hann hefur þá fengið orku til að starfa með eðlilegum hætti.


En hafa menn prófað að gera samanburð á kökum, ís og sætabrauði þar sem annars vegar er um ekta sykur að ræða og hins vegar gervisykur eða sætuefni?

Ég er eiginlega alveg viss um, að "nautn" heilans verður meiri við alvöru sykur en platdæmið. Og ef svo yrði raunin, hlýtur að mega draga þá ályktun, að heilinn skynji sykurinn fyrst og fremst, en ekki hitaeiningarnar sem slíkar.

Eða hvað?


mbl.is Heilinn skynjar sætabrauðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband