Af spjöldum sögunnar: Grikkland hið forna III

sparta-svaediSparta

Kjarni búsetu Dóra var á Pelopsskaga, einkum í héraðinu Lakóníte, þar sem fjögur þorp sameinuðust í borgríkið Spörtu.


Veldi Spartverja jókst fljótlega á kostnað annarra borgríkja Dóra, svo upp úr 1000 f. Kr. var almennt farið að tala um Dóra sem Spartverja.

 


Spartverjar ólu börn sín upp í hermennsku frá unga aldri, enda bjuggu þeir í óvinveittu umhverfi. Sjö ára drengir voru teknir frá foreldrum sínum og aldir upp í sérstökum þjálfunarbúðum. Frá fjórtán til tuttugu ára aldri fengu þeir stífa herþjálfun og bjuggu síðan næsta áratuginn í hermannabúðum. Um þrítugt lauk herskyldu þeirra, þó þeir væru enn í einskonar varaliði, og fóru „á eftirlaun”. Frá þeim tíma var þeirra heimili, eða annað heimili, á sérstökum dvalarheimilum, sem tengd voru skemmtunum og ríkisreknum veitingasölum (syssitia).

 



Spartverjar héldu lengst allra Grikkja í hið forna höfðingjaveldi, þar sem tveir foringjar stjórnuðu, einn af hvorri genos borgarinnar. Einnig voru fimm efórar kosnir á borgarafundum, einkum til þess að hafa eftirlit með stjórnun og framkvæmdum á vegum ríkisins. Fundirnir kusu einnig 28 manna öldungaráð, sem var í raun ríkisstjórn Spörtu. Efnahagur Spartverja fólst einkum í því, að skattleggja bændalýðinn í nágrenninu, svokallaða helóta, sem ræktuðu ríkisjarðir og greiddu allt að helmingi uppskeru sinnar í skatt. Sérstakar öryggissveitir, svokallaðir krypteia, höfðu eftirlit með skattlýðnum á laun og minntu jafnvel á sig með ofbeldi. Einnig skattlögðu Spartverjar aðra Dóra á nærliggjandi svæðum, svokallaða períóíka, en þeir bjuggu í um það bil 100 borgríkjum á áhrifasvæði þeirra.

 


phalanxSpartverjar höfðu að jafnaði aðeins yfir að ráða um það bil 25.000 vígfærum mönnum, en þegar mikið lá við, vopnvæddu þeir skattþegna sína og skipuðu þeim að berjast, eða leigðu sér málaliða. Sjálfir eyddu Spartverjar tíma sínum aðallega í herþjálfun, íþróttir og skemmtanir.  


Í Spörtu nutu þó konur meiri virðingar en víðast hvar annars staðar á Grikklandi, enda  réðu þeir heimilum, unnu á ökrum og fæddi hina dýrmætu syni, sem ætíð voru velkomnir vegna fámennis spartversku yfirstéttarinnar.




Spartverjar voru stöðuglega í stríði, annaðhvort í skærum á nágranna sína eða við óvinaríki á Pelópsskaganum. Þótt Sparta væri staðsett sunnarlega á skaganum, lá vald þeirra einkum í byggðum Dóra nyrst í landinu, allt til útjaðra Aþenu á Attíku. Sunnlendingar neituðu lengi vel að beygja sig fyrir veldi Spartverja, einkum Messeníar.


sparta_ruinsÁrin 740 til 720 stóð yfir fyrsta lota Messeníustríðanna, þar sem Spartverjar fóru að lokum með sigur af hólmi. Stærstur hluti skagans var nú á valdi Spörtu, að undanskildu borgríkinu Argos, síðasta vígi Jóna á Pelopsskaga. Á fyrri hluta 7. aldar jók Phoeidon, konungur í Argos, við landsvæði sitt í norðaustri og styrkti innviði ríkisins. Hann kom á nýjum mælieiningum, þar á meðal drökmu og fetum. Bandalag Argos-manna og annarra Jóna reis upp árin 660 til 640 og hélt Spörtu í skefjum, uns dóríska Pelopsskagabandalagið var myndað um 550.

 

Spartverjar lögðu afar lítið til grískrar menningar, en þess meira til þróunar hermennsku, en hernaðarveldi Spartverja grundvallaðist á velvopnuðu fótgönguliði, sem var að hluta til brynjuklætt. Kúgun var arfleifð Spörtu, en háborg frelsis- og lýðræðishugsjóna var hins vegar í Aþenu.
 



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Snorri Sneott  Þú varst búin að segja mér frá þessari nýju nafngjöf. Kærar þakkir fyrir þennan frábæra fróðleik. skrifaði athugasemd við pistil tvö.

Guð blessi þig og varðveiti.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband