Ómar Ragnarsson sendir bréf?

Fékk þennan email áðan. Merkilegt, því ég hef aldrei haft neinn áhuga á þessu flippi Ómars og hef engin tengsl við þessi samtök hans og Möggu Sver. Mig langar að spyrja, er þetta feik eða var Ómar virkilega að senda manni eftirfarandi meil?



Og frekar myndi ég ganga í KR en Íslandshreyfinguna.

 

Góður Íslendingur.  Samkvæmt gögnum okkar lagðir þú Íslandshreyfinginunni - lifandi landi  lið flyrir síðustu kosningar. Þess vegna sendi ég þér, fyrir hönd stjórnar hreyfingarinnar, þetta bréf til að kanna hvort þú hafir áhuga á að leggja þitt af mörkum  við málefnastarf og endurmótum á stefnu, skipulagi og starfi hreyfingarinnar og undirbúningi fyrir aðalfund hennar og aðra fundi.  Íslandshreyfingin - lifandi land er fyrsti og eini stjórnmálaflokkurinn hér á landi sem hefur umhverfismál sem meginstef stefnu sinnar. Hreyfingin var stofnuð til að bjarga ómetanlegum vermætum landsins og varðveita þau fyrir komandi kynslóðir og mannkyn allt. Líta má á hreyfinguna sem björgunarsveit og það væri skammsýni að leggja hana niður eða hætta að halda henni í æfingu því að hvenær sem er geta þær aðstæður komið upp að brýn þörf sé fyrir hana og þann lærdóm sem fékkst í kosningabaráttunni í fyrra.  Ranglát kosningalöggjöf kom í veg fyrir að hreyfingin fengi þingstyrk í samræmi við fylgi. Auk þess þorðu margir ekki að kjósa hana af ótta við að atkvæði yrðu "dauð". Hreyfingin hefur liðið fyrir það að eiga ekki fulltrúa á þingi og fjölmiðlum hættir til að sniðgenga hana og ályktanir sem frá henni hafa komið. Gegn þessu þarf að vinna og þörfin er brýn. Hreyfingin situr að vísu uppi með skuldir frá síðustu kosningabaráttu, en það breytir því ekki að auður hennar og afl liggur í þeim sem vilja styðja hana og hugsjónir hennar.  Enn hefur ekki reynt á það til fulls hvort ráðamenn standi við þau loforð sín að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. Þær virðast enn á dagskrá og haldi þær áfram linnulaust verður svikið það loforð að ljúka fyrst rannsókn rammaáætlunar á náttúru landsins.  Þess vegna þarf Íslandshreyfingin að starfa áfram í samræmi við hugsanleg verkefni í bráð og lengd. Rúm þrjú ár eru til næstu alþingiskosninga og tvö ár til byggðakosninga en kallið gæti komið fyrr, til dæmis í formi stjórnarslita og þingrofs.  Á vefsíðu Íslandshreyfingarinnar má sjá stefnuskrá hennar. Á henni má byggja en hún þarf að vera í sífelldri mótun.  Til greina kemur að stór hluti innra starfs verði fólgið í eins konar starfshópum sem standi vaktina í einstökum málaflokkum og móti tillögur um stefnuna í þeim. Með því eru stoðir hreyfingarinnar treystar og afl og áhugi einstaklinganna virkjuð.  Sem dæmi má nefna einstök svið umhverfismála og aðra hefðbundna málaflokka. Einnig starf hinna yngri félaga í ungliðahreyfingu Íslandshreyfingarinnar.   Á tímum auðveldra fjarskipta ætti í starf í málefnahópum ekki að krefjast mikilla fundahalda umfram það sem félagar telja sér henta. Stundum gætu niðurstöður rannsókna orðið tilefni til þess að koma þeim á framfæri, t.d. á málþingum eða blaðamannafundum og þar með vakið athygli á þeim og starfi okkar.  Bréf þetta er ritað til að kanna hvort þú hafir áhuga á að skipa þér í ein í einhvern af slíkum starfshópum og hvaða mál þú telur þér hugleiknust og líklegust til að nýta krafta þína. Í samræmi við svörin væri síðan hægt að stilla upp slíkum málaflokkum.  Svar við ofangreindri málaleitan skoðast sem trúnaðarmál og svar má senda um hæl í tölvupósti.  Fyrir hönd stjórnar Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands.   Með bestu kveðjum / Best regardsÓmar Ragnarsson 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Og frekar myndi ég ganga í KR en Fram".

Hjartanlega sammála þér og velkomin í félag framtíðar......... 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Og frekar myndi ég ganga í KR en Fram".

Hjartanlega sammála þér og velkomin í félag framtíðar.........

Ég bara varð að feitletra þetta Sneott. 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe, Frekar myndi ég ganga í KR en Íslandshreyfinguna. MUnaði engu að ég setti á eftir skilaboð til þín, en ég kunni ekki við það.

en frekar myndi ég ganga í flest önnur félög en KR.

Snorri Bergz, 6.3.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ég skil ekki hvað þú ert að misskilja Heimir. EN hins vegar get ég ekki gengið mörgum sinnum í FRAM...rétt eins og ég efa að þú getið gengið í KR:

Snorri Bergz, 6.3.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ææ, og þú birtir þetta trúnaðarbréf

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 00:47

6 Smámynd: Snorri Bergz

Varla trúnaðarbréf, úr því það er sent til félaga í öðrum flokkum.

Snorri Bergz, 7.3.2008 kl. 09:38

7 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Jæja Snorri. Nú verður farið í mál við þig. Ísl. hreyf. stórvinnur mál gegn þér og þú neyðist til að ganga í flokkinn, stýra málefnahóp um blogg og  fjölmiðla, þess á milli sem þú stýrir skemmtikvöldum með Ómari, því ÉG veit að þú ert grallari og hrekkjóttur. Sérstaklega við Framsóknarmenn.

Sammála þér þetta með Watson!

Kveðja, 

Sveinn Hjörtur , 7.3.2008 kl. 10:05

8 Smámynd: Snorri Bergz

Sæll Svenni.

Æjá, gaman að stríða ykkur framsóknarmönnum; ég skil það ekki, það er bara eitthvað óvenjulega skemmtilegt! :)

Var einmitt að stríða ykkur aðeins í síðasta hefti Þjóðmála.


En ef Íslandshreyfingin vildi ekki að þessi póstur bærist út, hefði hún átt að senda þetta til flokksmanna, ekki utanflokksmanna.

Snorri Bergz, 7.3.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband