Miklubraut & Kringlumýrarbraut

Í fjölda ára bjó ég á horninu á þessum gatnamótum. Ég gat ekki opnað svefnherbergisgluggann án þess að gluggakistann hafi ekki orðið svört af sóti á smástundu.

Hvað eru menn að væla þarna. Vilja þeir hafa þúsundir bíla stöðvaða á gatnamótunum, með vélarnar í gangi. "Bíll í kyrrstöðu mengar"... ég vil frekar að þeir bruni framhjá og dreifi mengun sinni betur.

En sem betur fer flutti ég í sumar frá mengunarstaðnum. Síðan þá hef ég losnað við kvefið sem fylgdi mér stöðuglega. Ég er ekki lengur með stíflur í nefinu meira eða minna. Ég fæ ekki eins oft hausverk og áður.

Ég er fluttur í fáfarna götu, þar sem nánast engin umferð fer um. Heilsa mín er miklu betri, ég sef betur (næ núna jafnvel 4-5 tímum án þess að vakna!) og mér líður betur.

Vilja menn þarna á þessu horni virkilega halda þessum mengunarvaldi óbreyttum?


mbl.is Íbúasamtök gagnrýna hugmyndir um gatnamót við Kringlumýrarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neibb, held þeir vilji bara loka gatnamótunum alfarið og segja fólki að taka strætó

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Heidi Strand

 En hvað með heilsu þeirra sem eru eftir í hverfinu?

Ég þekki þessi gatnamót vel. Bjó þarna á horninu í 17 ár og svaf varla heila nótt. Við fluttum fyrir fimm árum þegar það var svo mikið talað um mislægð gatnamót. Ég gat ekki hugsa mér að búa í umferðagryfju. Þetta er slæmt gatnamót en ég held það versni fyrir íbúana á svæðinu ef til þessa framkvæmda verður farið.
Það verður örugglega að rífa húsin þarna sem eru næst gatnamótunum.
Ég tók eftir öðru á meðan ég bjó þarna hjá. Það var aðallega umferð á morgnanna , í hádeginu og þegar fólk var á leið heim úr vinnu. Annars var mjög rólegt þarna nema á næturnar þegar leigubílanna brunar framhjá á nagladekkunum á blautri malbikkið.

Heidi Strand, 27.2.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Snorri Bergz

Já, einmitt fyrir heilsu þeirra, sem búa þarna, vil ég fá mislæg gatnamót, stokka, göng eða allt annað en þessa hörmung sem þarna er núna.

Ég held hins vegar að mengunin verði minni og þægilegra að búa þarna í næsta nágrenni, sé bara horft til þess, svo ekki sé minnst á færri umferðarslys og þægilegri umferðarmenning.

Rólegt á þessum gatnamótum? Erum við að tala um sömu gatnamót? Ég man bara eftir umferð...tók e.t.v. ekki eftir neinum mun í sjálfu sér.Maður var bara orðinn svo samdauna þessu.

En rétt þetta með taxana...!

Snorri Bergz, 27.2.2008 kl. 16:03

4 Smámynd: Heidi Strand

Jó, gatnamótin Kringlumýrabraut og Miklubrautar. Ég var heima allan daginn og eldhúsgluggann hjá mér var alveg við gatnamótunum. Ég gat fylgst með allt sem þar gerðist.
Við fluttum þaðan fyrir seks árum.

Heidi Strand, 28.2.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband