Er stjórnarandstaðan að missa marks?

Skrítið. Jafnan er það þannig, að stjórnarandstöðuflokkar hækka í skoðanakönnunum, a.m.k. séu þeir að standa sig í stjórnarandstöðunni.

En bæði Framsókn og VG tapa fylgi, Framsókn sýnu meira. Nú er svo komið að xB er, skv. þessari könnun, við það að falla út af uppbótarþingmannakerfinu. Hvernig stendur á þessu? Ætli þjóðin sé búin að fá upp í kok af þessu ágæta fólki sem stjórnar Framsókn? Eða eru það stefnumálin sem gera fólkið afhuga flokknum?

Og F-listamenn eru rétt með botnfylli og þurfa að herða taktinn ætli þeir sér upp aftur. Kannski Brúnkugengisránið í Lækjargötu hafi fengi menn til að fá ógeð á Jóni Magg? Eða eru það skoðanir hans? Eða er ástæðanna fyrir óvinsældum F að finna annars staðar?

pappirslaustEn í öllu falli er stjórnarandstaðan að gera í leðurbuxurnar. Jafnvel VG, sem jafnan kemur vel út úr skoðanakönnunum, er ekki alveg að meika það.

En stjórnarandstaðan er a.m.k. búin með pappírinn.
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband