"Þessi maður á ekki að spila fótbolta framar"

taylor_martin_bifc_profile_2004"„Ég tel að þessi maður eigi aldrei að spila fótbolta framar. Hvað er svona maður að gera á fótboltavelli?" sagði Wenger bálreiður eftir leikinn. „Þetta brot var búið að gera boð á undan sér í talsverðan tíma því það hefur hefur legið í loftinu að leiðin til að stöðva Arsenal sé að sparka í leikmenn liðsins. Meiðslin hjá Eduardo eru mjög slæm og það er um meira að ræða en það að bara þetta tímabil sé á enda hjá honum," sagði Wenger við Sky Sports."


Næstum því alveg sammála. Hann á a.m.k. að fá mjög, mjööööööööög langt bann. Spurning hvort ekki ætti að hringja á lögguna. Þetta var meira en tækling, þetta var líkamsárás.

Afsakið, en ég "totally disgusted".


(Ég yrði ekki hissa þó einhverjir "fans" keyri til Birmingham og rekst utan í bílinn hans með lykli eða einhverju oddhvössu....svo ekki sé talað um að grípa til enn róttækari aðferða.)


mbl.is Wenger: Þessi maður á ekki að spila fótbolta framar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það vantar ekki dómhörkuna. Greyið Taylor ætlaði örugglega ekki að gera þetta. Svona slys verða alltaf öðru hvoru í fótbolta og hafa ekkert með heimsku eða mannvonsku að gera. Ég er viss um að Taylor líður mjög illa yfir þessu.

Páll Geir Bjarnason, 23.2.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Snorri Bergz

Jú, þó það nú væri. En svona spila menn ekki fótbolta. Þetta var andstyggileg tækling. Hann ætlaði auðvitað ekki að gera þetta, en stundum fremja menn lögbrot án þess að ætla sér, t.d. þeir sem keyra á  og svoleiðis. En þeir frömdu þessi brot engu að síður.

Ég ætla að vona að hann sé sorry, hans vegna.

En dómharkan kemur vísast vegna þess að menn eru "disgusted", og ekki bara ég. Svona tæklingu á ekki að líða...svona á ekki að sjást í fótbolta.


Og óþolandi þegar lélegir leikmenn telja sig verða að beita bolabrögðum til að stöðva sér betri leikmenn.

Snorri Bergz, 23.2.2008 kl. 16:41

3 Smámynd: Guðmundur Halldórsson

Svo lengi sem knattspyrna verður leikinn þá munu svona slys gerast. Vissulega fer Taylor af of mikilli hörku í Da Silva en svona lagað gerist bara, því miður.

Þetta var hræðilegt að sjá og vonandi munum við sjá Da Silva sem allra fyrst aftur á vellinum enda virkilega skemmtilegur leikmaður.

Guðmundur Halldórsson, 23.2.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Já, já, rosalega er gaman að heyra tilfinningasemina í fólki. Hefur leikmaður aldrei fótbrotnað í fótbolta áður? Og ætlar einhver ykkar spekingana að segja að það eigi ekki eftir að gerast aftur?

Eftir því sem að svona fljótum leikmönnum eins og Da Silva, Ronaldo og fleiri fjölgar í deildinni, verður starf varnarmannsins erfiðara og erfiðara. Þú þarft nefninlega bara að vera sekúndu of seinn í tæklinguna, til þess að þú náir ekki boltanum en tekur bara mannin í staðinn. Og oft með þessum hrikalegu afleiðingum. Brotin virðast oft vera rosalega ljót, en grundvallarmunurinn á löglegri tæklingu og ólöglegri er alltaf sá sami. Varnarmaðurinn var of seinn í tæklinguna. En það er bara ekki nokkur leið að vita hvort maður er of seinn eða ekki fyrirfram.

Jóhann Pétur Pétursson, 23.2.2008 kl. 19:54

5 Smámynd: Kreppumaður

3 færslur í röð um Taylor. Það er snilld!

Kreppumaður, 23.2.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Sennilega er hann ekki sáttur við sjálfan sig eftir að hafa sennilega slátrað ferli Eduardos frekar en Páll Hjarðar eftir að hafa jafnvel slátrað ferli Ingva Rafns Guðmundssonar.

Gísli Sigurðsson, 23.2.2008 kl. 22:51

7 Smámynd: Sindri Kristjánsson

Öllu tali um slys skal hætt nú þegar. Þessi mynd segir allt sem segja þarf.

http://www.index.hr/images2/Taylorsenasmijesio.jpg 

Sindri Kristjánsson, 23.2.2008 kl. 22:51

8 Smámynd: Valsarinn

Maður spyr sig hvað þetta var... ÞEtta er á 3ju mínútu og það er ekki kominn neinn hiti í menn, hvaða rugl er þá ða koma með svona tæklingu snemma leiks?

Það er ekki í lagi með svona menn! Enda Birmingham aumingi... SEgi bara svona en hef samt andúð á Birmingham!

Valsarinn, 24.2.2008 kl. 00:02

9 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Nei nei, ef menn vilja elda tilfinningasúpur þá mega menn það mín vegna. Ég geri hins vegar þessi orð að mínum og blæs á allt tal um líkamsárás, lífstíðarbönn og svoleiðis bull.

"In slow motion these tackles look bad but he's not a malicious player - Eduardo was just too quick for him

Alex McLeish um Martin Taylor og atvikið.

Jóhann Pétur Pétursson, 24.2.2008 kl. 00:08

10 Smámynd: Snorri Bergz

haha, já, auðvitað ver hann leikmann sinn. En myndin hjá Sindra segir allt sem segja þarf. Eduardo liggur þarna meiddur, nánast með löppina af við ökkla, og Taylor hlær að honum.

Snorri Bergz, 24.2.2008 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband