Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Af spjöldum sögunnar: Egyptaland hið forna I
Þegar hið svokallaða siðmenningarskeið Egyptalands hófst, er miðað við þann tíma, þegar íbúarnir hófu að festa búsetu sína, reisa víggirtar borgir og smíða áveitur. Fljótlega sameinuðust smáríki Egyptalands í tvö landfræðilega afmörkuð ríki. Norðurríkið, sem táknað var með rauðum fálka, náði yfir óshólmana allt suður til Memphis, en Suðurríkið, sem táknað var með hvítum fálka, tók til Nílardals frá óshólmunum til Aswan (Syene), þar sem fyrstu flúðir Nílar voru staðsettar.
Fyrr en varði höfðu þó egypsku ríkin tvö sameinast í eitt voldugt ríki. Talið er, að Menes (Hor Aha), konungur Suðurríkisins, hafi fyrstur ríkt yfir öllu Egyptalandi um 3000 f. Kr.. Hann og eftirfarar hans höfðu aðsetur í borginni Tínis, sunnarlega í Nílardal. Hið sameinaða egypska ríki var eitt af mestu stórveldum sögunnar, ekki aðeins í pólítísku tilliti. Þar blómstraði hámenning, sem hefur haft mikið áhrif á framþróun siðmenningar í heiminum. Á tíð fornaldar stjórnuðu fjölmargar ólíkar konungsættir landinu, en stjórn þeirra hefur verið skipt í þrjú megintímabil: Fornríkið, Miðríkið og Nýríkið. Að því loknu tók svo við tímabil erlendrar stjórnar, uns Egyptaland hlaut sjálfstæði sitt að nýju á 20. öld.
Fornríkið (um 2850-2050 f.Kr.) Fornríkið hófst formlega á stjórnartíð Djósers, fyrsta konungs þriðju ættarinnar, um það bil 2.850 f. Kr.. Hann flutti höfuðborg Egyptalands til Memphis, borgar sem lá á mörkum fornríkjanna tveggja og hefur væntanlega verið einskonar málamiðlun milli höfðingja norðanmanna og sunnanmanna. Djósers þessa er einna helst minnst fyrir það, að hann reisti sér turnlaga grafhýsi í Sakkara, rétt vestur af höfuðborginni. Það var hannað með þeim hætti, að einum ferhyrningi var hlaðið ofan á annan, svo úr varð turn, eða pýramídi.
Á tíð fjórðu konungsættarinnar, þegar veldi forn-Egypta stóð einna hæst, var síðan reistur frægasti pýramídi sögunnar, hinn 144 metra hái Keops-pýramídi í Gísa, sem talinn er meðal sjö furðuverka fornaldar og er lýsandi dæmi um þá miklu tækniþekkingu, sem Egyptar réðu yfir. Við hlið hans var síðar reist steinlíkneskið Sfinxinn, sem enn stendur, þó neflaust sé og veðurbarið. Keops þessi, sem hét reyndar Kúfú á egypsku, var fyrsti og frægasti konungur fjórðu ættarinnar. Einn eftirfara hans, Kafris, lét einnig reisa veglegan pýramída, svipaðan að stærð og hæð, en ekki eins vandaðan.
Veldi Egypta hneig þó smám saman og urðu síðari tíma konungagrafhýsi sífellt fátæklegri. Pýramídar voru þó meira en aðeins grafhýsi. Egyptar trúðu á framhaldslíf með þeim hætti, að ódauðlegur andi, svokallaður ka, byggi innra með manninum. En til að tryggja framhaldslíf hans var talin nauðsyn að varðveita líkamann og komu þá til sögunnar hinar svokölluðu múmíur, þar sem Egyptum tókst, mér sérstakri tækni, að varðveita líkið ótrúlega vel. Gröfin var því talin vera inngangur að nýjum heimi og voru hertygi, hestar, gull og jafnvel lifandi þjónar grafnir með konungi og aðalsmönnum, svo þeir færu sem ríkulegast útbúnir yfir í komandi heim og gætu þaðan haft áhrif á framgang mála í landi hinna lifandi.
Grafir þessar fengu þó sjaldan að vera lengi í friði fyrir ræningjum og hefur aðeins eitt konungagrafhýsi fundist óskemmt, gröf Tutankamons í konungadalnum, nærri borginni Þebu.
Stjórnskipun Egyptalands var að stærstum hluta byggð á samspili hins veraldlega og andlega valds. Konungur byggði vald sitt á guðlegri forsjá, enda var hann dýrkaður sem holdgerving guðsins Hórusar. Því mátti hann aðeins taka þér kvonfang úr hópi annarra guðlegra vera, þar eð systra sinna eða annarra nákominna ættingja. Konungurinn stjórnaði landinu í umboði guðanna og voru því landsmenn algjörlega gefnir undir vald hans, nema þeir sem af öðru tvennu vildu skipta um konung eða guðsdýrkun. Þannig voru í raun allir landsmenn þrælar konungs og gat hann gert hvað sem hann vildi, við hverja þá sem hann kaus. Hirðmenn hans kölluðu hann faraó, eða húsið mikla. Hann hélt stóra hirð, hafði kvennabúr og réði yfir fjölda embættismanna, sem sáu í raun um stjórn ríkisins í umboði hans. Æðstur þeirra var hinn svokallaði vesír, eða stórvesír, sem hafði stöðu einskonar forsætisráðherra.
Vald konungsins var samtvinnað þeim trúarbrögðum, sem ríktu í landinu hverju sinni. Á tíð fjögurra fyrstu konungsættanna hafði hver borg sinn eigin höfuðguð, ásamt fjölda goða, sem yfirleitt voru sambland af manni og dýri, en til dæmis voru kettir mikið tilbeðnir í Egyptalandi. En þegar miðstjórnarvaldið styrktist, hóf konungurinn að þvinga upp á þegna sína þau trúarbrögð, sem hann sjálfur aðhylltist eða taldi hentugust til þess, að sameina þjóðina. Sá sem réði yfir guði, réði yfir ríki, og konungurinn vildi enga samkeppni þar að lútandi.
Þegar Egyptalandsríki styrktist, komst á skipulögð ríkistrú, með fastmótaða goðafræði. Yfirleitt mátti þar finna guðahjón og eitt eða fleiri börn þeirra. Uppskeruguðinn Ósíris var höfuðgoð egypsku goðafræðinnar, en Set hét bróðir hans, goð alls hins illa, sem komið gat yfir landbúnaðarsamfélag. Samkvæmt egypskum helgisögum myrti Set bróðir sinn Ósírís, en kona hins látna, Ísís, vakti hann upp frá dauðum og varð Ósírís eftir það konungur undirheimanna. Sonur þeirra hjóna, Hórus, hefndi svo föður síns og varð sökum þess lengi vel mest tilbeðinn egypskra guða, sér í lagi meðan faraóarnir töldu sig vera holdgervingu hans.
Annars fór nafn höfuðguðsins eftir því, hvaða borg var ráðandi í Egyptalandi hverju sinni. Þrjú hof stjórnuðu lengst af guðsdýrkun Egypta, þar sem Re-Atum var dýrkaður í Helíópólís, en Ptah og síðar Ra í Memphis og Thoth í Hermopolis.
Á tíð fimmtu konungsættarinnar var Ra gerður að ríkisguði Egyptalands og vegleg musteri voru reist honum til heiðurs í Helíópólis og Memphis. Jafnframt jókst veldi hofprestanna, sem smám saman urðu ráðandi stétt landsins. En smíði tignarlegra mustera og konungshalla vítt og breitt um landið krafðist innflutts hráefnis og þræla. Herferðir Egypta á tímum fornríkisins voru einmitt farnar til að fullnægja slíkum þörfum. Egyptar fengu sedrusvið frá Líbanon, kopar og járn frá Sínaískaga og Arabíu, gull frá Jemen og Núbíu. Munaðarvarningur sá, sem konungar og prestar létu eftir sér, kom hins vegar einkum frá Grikkjum.
Það var sennilega ekki fyrr en á valdatíma fimmtu konungsættarinnar, að egypsk skip hófu í einhverjum mæli að sækja marmara, olífuolíu, skrautker, vefnaðarvöru og margt fleira til grísku eyjanna. Jafnframt hófu Egyptar að miðla Grikkjum af eigin menningu og trúarbrögðum, en talið er, að gríska goðafræðin hafi verið undir miklum áhrifum frá Egyptum.
Í Egyptalandi ríkti afar stéttaskipt samfélag. Aðallinn var samansettur af hofprestum, embættismönnum og höfðingjum, og naut yfirstéttin mikilla fríðinda og þægilegs lífsmáta. Millistéttin samanstóð af kaupmönnum, iðnaðarmönnum, handverksmönnum og skrifurum, sem flestir voru fátækir bændasynir, sem notið höfðu kennslu í hofskólunum, eða synir höfðingja. Hlutverk skrifara var að skrá framkvæmdir ríkisins, hetjudáðir og líferni konunga, annast bókhald og rita annála um helstu viðburði.
Í Egyptalandi var sérstakt myndmál ríkjandi, svokallaðar hýróglífur, og var það málað á steinveggi, ritað á steintöflur eða einstaka sinnum á papýrusblöð, sem unnin voru úr papýrussefi af Nílarbökkum. Þrátt fyrir að verslun og iðnaður hafi lengi staðið í blóma meðal Egypta, voru þeir fyrst og fremst landbúnaðarþjóð. Bændur voru langsamlega fjölmennasta stétt landsins, en staða þeirra var yfirleitt mjög slæm, svo líktist almúga á jörðum lénsherra í Evrópu miðalda. Þannig gátu höfðingjar og konungar kallað á bændalýðinn til þegnskylduvinnu, hvenær sem þurfti með, en gerðu það þó yfirleitt aðeins á flóðatímum, þegar jarðrækt lagðist af um tíma.
Lífið var þó meira en vinnan ein, enda höfðu Egyptar það fyrir satt, að óþarfi væri að vinna meira, en þörf væri á. Á hverju ári héldu þeir fjölmargar hátíðir, sem flestar voru tengdar einhverjum guðum, en höfðu þá samsvörum við daglegt líf fólksins. Tónlist var þá leikin af fingrum fram og lýðurinn dansaði með ýmsum hætti. Hin þekkta saga af dansinum í kringum gullkálfinn, sem Ísraelsmenn iðkuðu í eyðimörkinni eftir brottförina frá Egyptalandi, er talin hafa skírskotun til egypskra hátíða. Myndmál á gröfum almúgamanna bera vitni um margvíslegan hljóðfæraleik kvenna, dans og aðra tjáningu gleði og unaðar.
Menn stunduðu gjarnan íþróttir svo sem hnefaleika, glímu, kapphlaup og veiðar, en fátækari hópar Egypta samræmdu gjarnan sportveiðar og öflun fæðu. Á sérstökum knæpum komu menn saman til leika, stundum spilamennsku og bergðu vín af áfergju.Við endalok sjöttu konungsættarinnar, um 2500 f. Kr., hafði pólítískur rígur milli höfðingja gömlu smáríkjanna gert það að verkum, að miðstjórnarvaldi konungsins var verulega ógnað. Höfðingjar stjórnuðu ákveðnum héruðum með eða án vilja konungsins og ráku oftar en ekki ófrið við nágrannahéruðin.
Ræningjaflokkar óðu uppi og óvinaþjóðir gerðu ítrekaðar innrásir, einkum frá austri. Sökum óaldarinnar hnignaði jarðrækt og utanríkisverslun, svo grískar þjóðir urðu alvaldar á austanverðu Miðjarðarhafi. Á næsta hálfa árþúsundi gengu yfir fimm konungsættir, sem hver um sig var afar völt í sessi. Þau stórvirki, sem áður einkenndu Egyptaland á sviði lista og vísinda, heyrðu nú sögunni til. Egypska fornríkið leið því undir lok.
Fyrr en varði höfðu þó egypsku ríkin tvö sameinast í eitt voldugt ríki. Talið er, að Menes (Hor Aha), konungur Suðurríkisins, hafi fyrstur ríkt yfir öllu Egyptalandi um 3000 f. Kr.. Hann og eftirfarar hans höfðu aðsetur í borginni Tínis, sunnarlega í Nílardal. Hið sameinaða egypska ríki var eitt af mestu stórveldum sögunnar, ekki aðeins í pólítísku tilliti. Þar blómstraði hámenning, sem hefur haft mikið áhrif á framþróun siðmenningar í heiminum. Á tíð fornaldar stjórnuðu fjölmargar ólíkar konungsættir landinu, en stjórn þeirra hefur verið skipt í þrjú megintímabil: Fornríkið, Miðríkið og Nýríkið. Að því loknu tók svo við tímabil erlendrar stjórnar, uns Egyptaland hlaut sjálfstæði sitt að nýju á 20. öld.
Fornríkið (um 2850-2050 f.Kr.) Fornríkið hófst formlega á stjórnartíð Djósers, fyrsta konungs þriðju ættarinnar, um það bil 2.850 f. Kr.. Hann flutti höfuðborg Egyptalands til Memphis, borgar sem lá á mörkum fornríkjanna tveggja og hefur væntanlega verið einskonar málamiðlun milli höfðingja norðanmanna og sunnanmanna. Djósers þessa er einna helst minnst fyrir það, að hann reisti sér turnlaga grafhýsi í Sakkara, rétt vestur af höfuðborginni. Það var hannað með þeim hætti, að einum ferhyrningi var hlaðið ofan á annan, svo úr varð turn, eða pýramídi.
Á tíð fjórðu konungsættarinnar, þegar veldi forn-Egypta stóð einna hæst, var síðan reistur frægasti pýramídi sögunnar, hinn 144 metra hái Keops-pýramídi í Gísa, sem talinn er meðal sjö furðuverka fornaldar og er lýsandi dæmi um þá miklu tækniþekkingu, sem Egyptar réðu yfir. Við hlið hans var síðar reist steinlíkneskið Sfinxinn, sem enn stendur, þó neflaust sé og veðurbarið. Keops þessi, sem hét reyndar Kúfú á egypsku, var fyrsti og frægasti konungur fjórðu ættarinnar. Einn eftirfara hans, Kafris, lét einnig reisa veglegan pýramída, svipaðan að stærð og hæð, en ekki eins vandaðan.
Veldi Egypta hneig þó smám saman og urðu síðari tíma konungagrafhýsi sífellt fátæklegri. Pýramídar voru þó meira en aðeins grafhýsi. Egyptar trúðu á framhaldslíf með þeim hætti, að ódauðlegur andi, svokallaður ka, byggi innra með manninum. En til að tryggja framhaldslíf hans var talin nauðsyn að varðveita líkamann og komu þá til sögunnar hinar svokölluðu múmíur, þar sem Egyptum tókst, mér sérstakri tækni, að varðveita líkið ótrúlega vel. Gröfin var því talin vera inngangur að nýjum heimi og voru hertygi, hestar, gull og jafnvel lifandi þjónar grafnir með konungi og aðalsmönnum, svo þeir færu sem ríkulegast útbúnir yfir í komandi heim og gætu þaðan haft áhrif á framgang mála í landi hinna lifandi.
Grafir þessar fengu þó sjaldan að vera lengi í friði fyrir ræningjum og hefur aðeins eitt konungagrafhýsi fundist óskemmt, gröf Tutankamons í konungadalnum, nærri borginni Þebu.
Stjórnskipun Egyptalands var að stærstum hluta byggð á samspili hins veraldlega og andlega valds. Konungur byggði vald sitt á guðlegri forsjá, enda var hann dýrkaður sem holdgerving guðsins Hórusar. Því mátti hann aðeins taka þér kvonfang úr hópi annarra guðlegra vera, þar eð systra sinna eða annarra nákominna ættingja. Konungurinn stjórnaði landinu í umboði guðanna og voru því landsmenn algjörlega gefnir undir vald hans, nema þeir sem af öðru tvennu vildu skipta um konung eða guðsdýrkun. Þannig voru í raun allir landsmenn þrælar konungs og gat hann gert hvað sem hann vildi, við hverja þá sem hann kaus. Hirðmenn hans kölluðu hann faraó, eða húsið mikla. Hann hélt stóra hirð, hafði kvennabúr og réði yfir fjölda embættismanna, sem sáu í raun um stjórn ríkisins í umboði hans. Æðstur þeirra var hinn svokallaði vesír, eða stórvesír, sem hafði stöðu einskonar forsætisráðherra.
Vald konungsins var samtvinnað þeim trúarbrögðum, sem ríktu í landinu hverju sinni. Á tíð fjögurra fyrstu konungsættanna hafði hver borg sinn eigin höfuðguð, ásamt fjölda goða, sem yfirleitt voru sambland af manni og dýri, en til dæmis voru kettir mikið tilbeðnir í Egyptalandi. En þegar miðstjórnarvaldið styrktist, hóf konungurinn að þvinga upp á þegna sína þau trúarbrögð, sem hann sjálfur aðhylltist eða taldi hentugust til þess, að sameina þjóðina. Sá sem réði yfir guði, réði yfir ríki, og konungurinn vildi enga samkeppni þar að lútandi.
Þegar Egyptalandsríki styrktist, komst á skipulögð ríkistrú, með fastmótaða goðafræði. Yfirleitt mátti þar finna guðahjón og eitt eða fleiri börn þeirra. Uppskeruguðinn Ósíris var höfuðgoð egypsku goðafræðinnar, en Set hét bróðir hans, goð alls hins illa, sem komið gat yfir landbúnaðarsamfélag. Samkvæmt egypskum helgisögum myrti Set bróðir sinn Ósírís, en kona hins látna, Ísís, vakti hann upp frá dauðum og varð Ósírís eftir það konungur undirheimanna. Sonur þeirra hjóna, Hórus, hefndi svo föður síns og varð sökum þess lengi vel mest tilbeðinn egypskra guða, sér í lagi meðan faraóarnir töldu sig vera holdgervingu hans.
Annars fór nafn höfuðguðsins eftir því, hvaða borg var ráðandi í Egyptalandi hverju sinni. Þrjú hof stjórnuðu lengst af guðsdýrkun Egypta, þar sem Re-Atum var dýrkaður í Helíópólís, en Ptah og síðar Ra í Memphis og Thoth í Hermopolis.
Á tíð fimmtu konungsættarinnar var Ra gerður að ríkisguði Egyptalands og vegleg musteri voru reist honum til heiðurs í Helíópólis og Memphis. Jafnframt jókst veldi hofprestanna, sem smám saman urðu ráðandi stétt landsins. En smíði tignarlegra mustera og konungshalla vítt og breitt um landið krafðist innflutts hráefnis og þræla. Herferðir Egypta á tímum fornríkisins voru einmitt farnar til að fullnægja slíkum þörfum. Egyptar fengu sedrusvið frá Líbanon, kopar og járn frá Sínaískaga og Arabíu, gull frá Jemen og Núbíu. Munaðarvarningur sá, sem konungar og prestar létu eftir sér, kom hins vegar einkum frá Grikkjum.
Það var sennilega ekki fyrr en á valdatíma fimmtu konungsættarinnar, að egypsk skip hófu í einhverjum mæli að sækja marmara, olífuolíu, skrautker, vefnaðarvöru og margt fleira til grísku eyjanna. Jafnframt hófu Egyptar að miðla Grikkjum af eigin menningu og trúarbrögðum, en talið er, að gríska goðafræðin hafi verið undir miklum áhrifum frá Egyptum.
Í Egyptalandi ríkti afar stéttaskipt samfélag. Aðallinn var samansettur af hofprestum, embættismönnum og höfðingjum, og naut yfirstéttin mikilla fríðinda og þægilegs lífsmáta. Millistéttin samanstóð af kaupmönnum, iðnaðarmönnum, handverksmönnum og skrifurum, sem flestir voru fátækir bændasynir, sem notið höfðu kennslu í hofskólunum, eða synir höfðingja. Hlutverk skrifara var að skrá framkvæmdir ríkisins, hetjudáðir og líferni konunga, annast bókhald og rita annála um helstu viðburði.
Í Egyptalandi var sérstakt myndmál ríkjandi, svokallaðar hýróglífur, og var það málað á steinveggi, ritað á steintöflur eða einstaka sinnum á papýrusblöð, sem unnin voru úr papýrussefi af Nílarbökkum. Þrátt fyrir að verslun og iðnaður hafi lengi staðið í blóma meðal Egypta, voru þeir fyrst og fremst landbúnaðarþjóð. Bændur voru langsamlega fjölmennasta stétt landsins, en staða þeirra var yfirleitt mjög slæm, svo líktist almúga á jörðum lénsherra í Evrópu miðalda. Þannig gátu höfðingjar og konungar kallað á bændalýðinn til þegnskylduvinnu, hvenær sem þurfti með, en gerðu það þó yfirleitt aðeins á flóðatímum, þegar jarðrækt lagðist af um tíma.
Lífið var þó meira en vinnan ein, enda höfðu Egyptar það fyrir satt, að óþarfi væri að vinna meira, en þörf væri á. Á hverju ári héldu þeir fjölmargar hátíðir, sem flestar voru tengdar einhverjum guðum, en höfðu þá samsvörum við daglegt líf fólksins. Tónlist var þá leikin af fingrum fram og lýðurinn dansaði með ýmsum hætti. Hin þekkta saga af dansinum í kringum gullkálfinn, sem Ísraelsmenn iðkuðu í eyðimörkinni eftir brottförina frá Egyptalandi, er talin hafa skírskotun til egypskra hátíða. Myndmál á gröfum almúgamanna bera vitni um margvíslegan hljóðfæraleik kvenna, dans og aðra tjáningu gleði og unaðar.
Menn stunduðu gjarnan íþróttir svo sem hnefaleika, glímu, kapphlaup og veiðar, en fátækari hópar Egypta samræmdu gjarnan sportveiðar og öflun fæðu. Á sérstökum knæpum komu menn saman til leika, stundum spilamennsku og bergðu vín af áfergju.Við endalok sjöttu konungsættarinnar, um 2500 f. Kr., hafði pólítískur rígur milli höfðingja gömlu smáríkjanna gert það að verkum, að miðstjórnarvaldi konungsins var verulega ógnað. Höfðingjar stjórnuðu ákveðnum héruðum með eða án vilja konungsins og ráku oftar en ekki ófrið við nágrannahéruðin.
Ræningjaflokkar óðu uppi og óvinaþjóðir gerðu ítrekaðar innrásir, einkum frá austri. Sökum óaldarinnar hnignaði jarðrækt og utanríkisverslun, svo grískar þjóðir urðu alvaldar á austanverðu Miðjarðarhafi. Á næsta hálfa árþúsundi gengu yfir fimm konungsættir, sem hver um sig var afar völt í sessi. Þau stórvirki, sem áður einkenndu Egyptaland á sviði lista og vísinda, heyrðu nú sögunni til. Egypska fornríkið leið því undir lok.
Meginflokkur: Af spjöldum sögunnar | Aukaflokkur: Saga | Breytt s.d. kl. 19:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.