Er eyðni ólæknanleg?

Menn hafa nú í 20 ár rifist um eyðni, til eða frá. Sumir segja, að þetta sé bara enn einn sjúkdómurinn, sem fundin verði lækning við. Aðrir telja að hér sé eitthvað nýtt og meira á ferðinni.

Eftir 20 ára þrotlausar rannsóknir eru menn, að því að virðist, engu nær. Lyf hafa verið fundin til að draga úr áhrifum HIV veirunnar, en skv. þessu er ekki von á beinni lækningu í náinni framtíð. Læknavísindin standa víst á gati.

Og kannski eftir 20 ár, þegar lækning hefur e.t.v. fundist, kemur bara nýr sjúkdómur, jafnvel enn verri, fram á sjónarsviðið.

Maðurinn hefur með lifnaðarháttum sínum og siðvenjum tekið stóra stökkið inn í nútíðina, ja, t.d. eru lifnaðarhættir okkar gjörbreyttir nú eða um 1980, þegar ég var að komast á unglingsárin. Heimurinn hefur breyst og mennirnir með.

En e.t.v. eru læknavísindin dálítið á eftir í framþróuninni, þó vissulega hafi margt áunnist.


mbl.is Engin lækning fundin þrátt fyrir 20 ára baráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki í fréttinni verið að tala um bólusetningu gegn HIV veirunni en ekki lækningu við sjúkdómnum?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, ég veit ekki. Hvað segir?

"

Engin lækning fundin þrátt fyrir 20 ára baráttuNóbelsverðlaunahafinn og líffræðingurinn, David Baltimore, segir að vísindamenn séu ekkert nær því að finna lækningu við HIV í dag heldur en þeir voru fyrir tuttugu árum. Baltimore segir að baráttan við HIV sé hins vegar það mikilvæg að vísindamenn megi aldrei gefast upp við að reyna að þróa lyf sem getur læknað sjúkdóminn.

Baltimore sagði á ráðstefnu samtaka bandarískra vísindamanna að HIV veiran hafi fundið leið til þess að verjast varnarkerfi líkamans og að þrátt fyrir að það sé skiljanlegt að illa hafi gengið við að finna lyf sem getur tekist á við veiruna þá megi ekki láta undan í baráttunni gegn HIV."

Snorri Bergz, 15.2.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband