Bandarísku forkosningarnar

Ok, ég var að lesa ýmislegt fræðsluefni um kosningarnar á www.cnn.com.

Mig grunar, að Obama muni hafa nokkuð, en þó ekki of afgerandi, forskot á Hillary þegar super-Tuesday lýkur. Munar þar mestu um, að ég held að hann fái töluvert fleiri fulltrúa í Kaliforníu.

Munurinn á Demókrötum og Repúblikönum er m.a., hvað snertir kosningafyrirkomulagið, að demókratar skipta kjörmönnum niður hlutfallslega eftir fylgi, eða svona um það bil. Þannig er baráttan ekki "over" þó annar frambjóðandi Demókrata nái t.d. 52% fylgi í Kaliforníu. Og fjörið er í Kaliforníu, þar sem frú Svartzenegger, Maria Shriver (af Kennedy ættinni) styður Obama, svo og Ophrah, sem hagar sér eins og hún sé sjálf í framboði. EN Bill Clinton er í Kaliforníu að berjast fyrir konu sina.

"Allt mitt líf hef ég beðið eftir þeim tíma, þegar ég get kosið afríkan-american til forseta", sagði hann."EN, ég hef líka beðið þess jafn lengi að kjósa konu", bætti hann við með áherslu og brosti sínu illmótstæðilega Clinton brosi.

 En hvor er frægari, Bill Clinton eða Ophrah Winfrey?

En ef t.d. McCain vinnur Kaliforníu, hefur hann nánast tryggt sér sigurinn. Tapi hann þar, er Romney kominn í góða stöðu. Huckabee líður fyrir það, m.a. í Kaliforníu, New York og New Jersey, að hafa ekki úr miklum fjármunum að ráða og getur því ekki auglýst mjög mikið, en þar eru auglýsingar dýrari en jafnan annars staðar. Romney mun sigra mormónaríkið Utah (KOSIÐ UM SEINNA) og heimaríki sitt Massachusetts, en ég spái McCain sigri í Kaliforníu, enda minnir mig að Big Arnold hafi lýst yfir stuðningi við McCain, og amk flestum þeim ríkjum, sem nú er kosið um.


Það er þó uppi á Romney typpið núna. Hann ásakar McCain um að vera einskonar "gamli góði Villi", þ.e. framsóknarmaður í röngum flokki. Hann telur McCain alltof frjálslyndan og óttast að hann brjóti niður "húsið sem Ronald Reagan byggði." Romney er semsagt hægri maður, eins og Gísli Marteinn, en McCain framsóknarmaður, eins og gamli góði Villi.

En málið er, að þrátt fyrir það geta margir evangelískir hægri menn ekki kosið Romney, sem er mormóni. Úff, sumir fá vægt áfall.


Síðan er Georgía, 10 fjölmennasta ríki USA. Þar er stór hópur svertingja, sem jafnan kjósa Demókrata og í þessu tilviki er líklegt að Obama fari þar auðveldlega með sigur af hólmi. En meðan Obama hreinsar upp fylgi svertingja, tekur Hillary fylgi "Hispanics". Hillary tekur síðan fylgi kvenna, en Obama amk líklegri til að njóta meiri stuðnings karla.


En a.m.k: mín spá:

 

Obama mun hafa dálítið forskot á Hillary, en þó ekki afgerandi. Mestu munar um Kaliforníu og New Jersey. New York er heimaríki Hillary, en þar búa líka margir svertingjar og New Jersey er "úthverfi New York". Þó skoðanakannanir hafi sýnt forskot hjá Hillary, er Obama að saxa á og ég held að hann verði með dálítið forskot, þó ég styðji reyndar Hillary.

McCain vinnur Kaliforníu og þá er málið dautt.


Romney og HUckabee halda áfram baráttunni, en hvorugur mun eiga séns í gamla manninn.


mbl.is Ofurspenna í 24 ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband