Fartölvuþjófar

Ég hef sjálfur lent í því að fartölvunni minni var stolið. Um borð var doktorsritgerðin, nánast fullsmíðuð. Þetta var innbrot í skrifstofuna og af einhverjum ástæðum var einnig farið ofan í skúffur og allir diskar teknir, þám bakkupin mín. Já, ég var asni að hafa ekki bakkup heima líka og/eða úti í bæ.

Ég skil þessa drengi því mjög vel. Þjófnaður á tölvum er bagalegur, ekki aðeins vegna glataðra fjármuna, heldur líka vegna tilfinningalegs tjóns og vinnutaps, þar eð menn glata efni sem þeir hafa unnið að, osfrv.

Svona þjófar eiga að fara í rass og rófu og vera lokaðir inni lengi, mjög lengi.


En síðan þá passa ég mig ofurvel að fartölvan mín sé ekki aðgengileg þjófum. Aldrei er of varlega farið.
mbl.is Tölvuþjófar á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hef líka lent í þessu.

Það fór ekki vel fyrir þjófinum. Ég vil meina að karmísk skuld hans hafi hent honum fyrir lest.            

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 4.2.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, mig grunar að sama hafi hent "minn þjóf". Mig grunar að hann hafi farið yfirum og gengið í KR.

Snorri Bergz, 4.2.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og nú lesa þeir í KR kannski kafla úr ritgerðinni þinni fyrir hvern leik í deildinni?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.2.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband