Mánudagur, 4. febrúar 2008
Að myrða eða fella menn
Æjá, leiðtogi hryðjuverkasamtaka, sem hafa staðið fyrir árásum á óbreytta borgara, er myrtur í loftárás. Sá sem beitir sverði, fellur fyrir sverði. Hermenn fella skæruliða/terrorista/hermann, að vísu úr launsátri.
En fyrr um daginn var gerð sjálfsmorðssprengjuárás á óbreytta borgara í Ísrael. Hvernig ætli Mogginn fjalli um það dæmi?
Þrír létu lífið í sprengingu í Ísrael
Að minnsta kosti þrír létu lífið og tíu særðust í sprengingu sem gerð var í verslunarmiðstöð í bænum Dimona í Ísrael. Talið er að um sjálfsmorðsárás sé að ræða en ekki var ljóst hvort tilræðismaðurinn lést í sprengingunni.Ef um sjálfsmorðsárás er að ræða er þetta sú fyrsta síðan Ísraelar og Palestínumenn hófu aftur friðarviðræður síðastliðinn nóvember.
Árásin kemur í kjölfar þess að Ísraelar lokuðu landamærunum að Gaza og Egyptalandi fyrir tveim vikum í aðgerðum sem beindust gegn eldflaugaárásum herskárra Palestínumanna á ísraelska bæi.
Og síðan kom önnur:
Annar tilræðismaður skotinn til bana
Að minnsta kosti fjórir létu lífið og fimm særðust í sjálfsmorðsárás í ísraelska bænum Dimona. Bærinn er í suðurhluta Ísraels og þar er kjarnorkuver. Ekki er hins vegar vitað hvort árásin átti að beinast gegn verinu, sem er í um 10 km fjarlægð frá þeim stað þar sem árásin var gerð.Lögreglan segir, að árásarmennirnir hafi verið tveir en öðrum þeirra tókst ekki að sprengja sprengjuna, sem hann bar áður en lögregla skaut hann til bana. Sprengjusérfræðingar lögreglu komu á svæðið til að aftengja sprengjuna sem ekki sprakk.
Sjálfsmorðsárásir höfðu þar til í dag ekki verið gerðar í Ísrael í rúmt ár eða frá því 29. janúar á síðasta ári.
Ok, skæruliðinn/terroristinn var myrtur. Ok. En þeir, sem sjálfsmorðssprengjumenn drápu voru óbreyttir borgarar. Þeir voru myrtir ekki síður og jafnvel enn frekar en þessi gaur á Gasa.
Hvers vegna er Mogginn svona hlutdrægur í fréttaflutningi? Meðvitað? Kæmi mér ekki á óvart, því þetta virðist vera dæmigerður fréttaflutningur frá þessu svæði.
Og síðan kemur afsökunin: langt síðan sjálfsmorðsárásir voru gerðar á Ísrael, eða rúmt ár. Reyndar hafa Ísraelar stöðvað tugi sjálfsmorðsárása á þessum tíma. En síðasta sjálfsmorðsárás var gerð við suðurströnd Ísrael, ef ég man rétt, í sumarleyfisstaðnum Eilat. Þar yfir geta menn laumast frá Jórdaníu, t.d., eða jafnvel Sínaí, án mikilla erfiðleika.
En af hverju hefur Palestínumönnum ekki tekist að fremja sjálfsmorðsárásir síðasta árið, þrátt fyrir amk marga tugi tilrauna? Jú, eftirlit var aukið verulega, og síðan kemur til sögunnar hinn margfrægi múr, sem hefur haldið þessari starfsemi í skefjum, m.a.
En af hverju greinir Mogginn ekki frá því, sem fréttatilkynningar hafa verið gefnar út um, að sjálfsmorðssprengjumenn hafi sí-ítrekað verið gripnir glóðvolgir, úr því blaðið vill endilega rifja upp síðasta árið í sjálfsmorðssprengjulegu tilliti?
Og almennir borgarar í Ísrael "láta lífið" þegar sprengjumaður myrðir þá með köldu blóði, eins og þeir hafi látist í bílslysi eða af hjartaslagi. En þegar terroristaforingi á Gasa er tekinn af lífi, er það morð!
![]() |
Leiðtogi herskás hóps Palestínumanna myrtur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.