Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Af spjöldum sögunnar IV: Persaveldi
Persaveldi Persar höfðu löngum lifað frumstæðu og friðsömu bændalífi á svæðinu milli Mesópótamíu og Indusdals, gróflega þar sem nú er suðurhluti Írans. Þeir fluttust til landsins um svipað leyti og Medar, í annarri bylgju íranskra landnema. Medar námu lönd í norðvestri, en Persar í suðri, við strönd Persaflóa. Af þeim voru Medar löngum sterkari og héldu þeir velli þrátt fyrir ásókn Assýringa og annarra stórvelda Mesópótamíu.
Ríki Meda varð þó ekki að stórveldi fyrr en á tíð Kýaxaresar konungs (625585 f. Kr.), sem sigraði Skýþa, hina hefðbundnu óvini Meda í norðri og þandi veldi sitt inn í Assýríu. Veldi Meda var þó veikt heima fyrir og steypti Kýrus II., helsti höfðingi Persa, syni Kýaxaresar af stóli og ríkti í þrjátíu ár frá 559. Hugmyndafræði Kýrusar var einföld: Ég ætla að sigra heiminn, hvað sem það kostar. Í skjóli léttvopnaðra og hraðskreiðra riddarahersveita munaði ekki miklu að honum og afkomendum hans tækist það ætlunarverk.
Persar voru indó-evrópumenn, sem töluðu mál sem líktist mjög sanskrít og byggðu að mörgu leyti á hinni fornu Veda-menningu frá Indlandi. Land Persa var þó síður en svo kjörið til búsetu. Strandlengjan var nánast hafnlaus og líttbyggilegir fjallgarðar þöktu stærstan hluta landsins. Byggðin takmarkaðist að mestu við nokkra fjalladali, sem höfðu lítil samskipti sín á milli. Það hafði fyrst og fremst verið vegna þessara landfræðilegu annmarka, að Persar höfðu aldrei sameinast í eitt ríki, heldur látið duga að vera í bandalagi við Meda, eða öllu heldur leppar þeirra.
Kýrus byrjaði á því að sigra Krösus konung í Lýdíu, og lagði síðan undir sig flest borgríki í Litlu-Asíu um 546. Sjö árum síðar réðist hann á Babýlon og lagði veldi Babýloníumanna undir sig. Jafnframt leyfði hann Gyðingum að snúa heim og hjálpaði þeim við að endurreisa Jerúsalem.
Sonur Kýrusar, Kambýses II. (529-522) hélt landvinningum föður síns áfram. Hann þandi Persaveldi enn norðar og sigraði Egyptaland árið 525, allt suður til Núbíu. Eftirfari hans, Daríus I. (521-486) komst til valda að lokinni borgarastyrjöld og hélt verki forvera sinna áfram. Hann lagði undir sig Indusdal 513 og gerði grísku ríkin Þrakíu og Makedóníu að skattlöndum.
Síðari stjórnarár Daríusar einkenndust þó af styrjöldum við Grikki, sem ógjarnan vildu beygja sig fyrir hinu framandi valdi.
Persnesk menning blómstraði á tíð Daríusar, byggingaframkvæmdir voru stórfenglegar og margs kyns félagslegar framfarir áttu sér stað. Höfuðborgin Persepolis og Elamítaborgin Súsa voru á þessum tíma mestu stórborgir heimsins.
Um 650 f. Kr. kom fram spámaðurinn Saraþústra, sem endurvakti hin fornu trúarbrögð Persa og urðu þau ríkistrúarbrögð Persaveldis frá og með stjórnartíð Daríusar. Samkvæmt þeim var Ahura Mazda hinn mikli höfuðguð, sem öllu réði, en þurfti þó að berjast við hinn illa Ahriman, sem líkist helst Set í egypsku goðafræðinni. Saraþústra leit því svo á, að öll framvinda mannlífs væri barátta á milli góðs og ills, og færði Daríus þessa hugmyndafræði inn í stjórnskipun landsins. Þannig væri hann sjálfur fulltrúi Ahura Mazda, en óvinir Persa væru erindrekar Ahrímans. Taldi hann, að flestir guðir annarra þjóða væru í hirð Ahura Mazda, nema þeir sem óvinaþjóðir Persa tilbáðu, en þeir væru undirsátar Ahrimans. Daríus lagði því áherslu á virðingu fyrir trúarbrögðum annarra, þó einkum Gyðinga og annarra þeirra, sem töldust hollir þegnar og nýtir í baráttunni gegn hinu illa.
Daríus skipti Persaveldi í 20 héruð (satrapies), sem höfðu mikla sjálfstjórn undir valdi héraðshöfðingja (satrap). Skattlagning byggðist á nefskatti, sem greiðast skyldi í gulldaríum, gjaldmiðli Persíu. Hlutverk höfðingjanna var að halda úti fastaher, sem sinna skyldi þörfum ríkisins á ákveðnum svæðum eða leggja til hermenn í herferðir konungsins. Jafnframt bar þeim að halda uppi lögum og reglum, svo sem á konungsbrautunum (þjóðvegum) sem lágu vítt og breitt um ríkið. Ennfremur höfðu þeir það hlutverk að útvega mannafla í þegnskylduvinnu við framkvæmdir ríkisins.
Daríus lést í miðjum undirbúningi herferðar gegn Grikkjum árið 486 og tók þá Xerxes I. (486-465) við völdum. Hinn nýi konungur barði niður uppreisnir Egypta og Babýloníumanna, en hafði ekki roð við Grikkjum, sem hröktu Persa frá Evrópu. Í kjölfar grísku herferðanna, sem lauk 479, risu margir héraðshöfðingjar gegn konungi, sem hafði eftir það fullar hendur við að tryggja vald sitt.
En frá tíma Xerxesar var Persaveldi risi á brauðfótum. Hann hóf einnig að daðra við austræna menningu og fyrr en varði hafði þetta fyrsta heimsveldi Indó-evrópskra manna tekið upp siði og venjur nágrannaríkjanna, svo sem hvað snerti samskipti konungs og þegnanna. Xerxes varð því guðlegur einvaldur að hætti konunga í Egyptalandi og Mesópótamíu.
Persar litlu löngum á Grikki sem óvini sína og komst í raun ekki á friður milli þeirra fyrr en um 330, þegar Alexander mikli lagði Persaveldi að fótum sér.
Ríki Meda varð þó ekki að stórveldi fyrr en á tíð Kýaxaresar konungs (625585 f. Kr.), sem sigraði Skýþa, hina hefðbundnu óvini Meda í norðri og þandi veldi sitt inn í Assýríu. Veldi Meda var þó veikt heima fyrir og steypti Kýrus II., helsti höfðingi Persa, syni Kýaxaresar af stóli og ríkti í þrjátíu ár frá 559. Hugmyndafræði Kýrusar var einföld: Ég ætla að sigra heiminn, hvað sem það kostar. Í skjóli léttvopnaðra og hraðskreiðra riddarahersveita munaði ekki miklu að honum og afkomendum hans tækist það ætlunarverk.
Persar voru indó-evrópumenn, sem töluðu mál sem líktist mjög sanskrít og byggðu að mörgu leyti á hinni fornu Veda-menningu frá Indlandi. Land Persa var þó síður en svo kjörið til búsetu. Strandlengjan var nánast hafnlaus og líttbyggilegir fjallgarðar þöktu stærstan hluta landsins. Byggðin takmarkaðist að mestu við nokkra fjalladali, sem höfðu lítil samskipti sín á milli. Það hafði fyrst og fremst verið vegna þessara landfræðilegu annmarka, að Persar höfðu aldrei sameinast í eitt ríki, heldur látið duga að vera í bandalagi við Meda, eða öllu heldur leppar þeirra.
Kýrus byrjaði á því að sigra Krösus konung í Lýdíu, og lagði síðan undir sig flest borgríki í Litlu-Asíu um 546. Sjö árum síðar réðist hann á Babýlon og lagði veldi Babýloníumanna undir sig. Jafnframt leyfði hann Gyðingum að snúa heim og hjálpaði þeim við að endurreisa Jerúsalem.
Sonur Kýrusar, Kambýses II. (529-522) hélt landvinningum föður síns áfram. Hann þandi Persaveldi enn norðar og sigraði Egyptaland árið 525, allt suður til Núbíu. Eftirfari hans, Daríus I. (521-486) komst til valda að lokinni borgarastyrjöld og hélt verki forvera sinna áfram. Hann lagði undir sig Indusdal 513 og gerði grísku ríkin Þrakíu og Makedóníu að skattlöndum.
Síðari stjórnarár Daríusar einkenndust þó af styrjöldum við Grikki, sem ógjarnan vildu beygja sig fyrir hinu framandi valdi.
Persnesk menning blómstraði á tíð Daríusar, byggingaframkvæmdir voru stórfenglegar og margs kyns félagslegar framfarir áttu sér stað. Höfuðborgin Persepolis og Elamítaborgin Súsa voru á þessum tíma mestu stórborgir heimsins.
Um 650 f. Kr. kom fram spámaðurinn Saraþústra, sem endurvakti hin fornu trúarbrögð Persa og urðu þau ríkistrúarbrögð Persaveldis frá og með stjórnartíð Daríusar. Samkvæmt þeim var Ahura Mazda hinn mikli höfuðguð, sem öllu réði, en þurfti þó að berjast við hinn illa Ahriman, sem líkist helst Set í egypsku goðafræðinni. Saraþústra leit því svo á, að öll framvinda mannlífs væri barátta á milli góðs og ills, og færði Daríus þessa hugmyndafræði inn í stjórnskipun landsins. Þannig væri hann sjálfur fulltrúi Ahura Mazda, en óvinir Persa væru erindrekar Ahrímans. Taldi hann, að flestir guðir annarra þjóða væru í hirð Ahura Mazda, nema þeir sem óvinaþjóðir Persa tilbáðu, en þeir væru undirsátar Ahrimans. Daríus lagði því áherslu á virðingu fyrir trúarbrögðum annarra, þó einkum Gyðinga og annarra þeirra, sem töldust hollir þegnar og nýtir í baráttunni gegn hinu illa.
Daríus skipti Persaveldi í 20 héruð (satrapies), sem höfðu mikla sjálfstjórn undir valdi héraðshöfðingja (satrap). Skattlagning byggðist á nefskatti, sem greiðast skyldi í gulldaríum, gjaldmiðli Persíu. Hlutverk höfðingjanna var að halda úti fastaher, sem sinna skyldi þörfum ríkisins á ákveðnum svæðum eða leggja til hermenn í herferðir konungsins. Jafnframt bar þeim að halda uppi lögum og reglum, svo sem á konungsbrautunum (þjóðvegum) sem lágu vítt og breitt um ríkið. Ennfremur höfðu þeir það hlutverk að útvega mannafla í þegnskylduvinnu við framkvæmdir ríkisins.
Daríus lést í miðjum undirbúningi herferðar gegn Grikkjum árið 486 og tók þá Xerxes I. (486-465) við völdum. Hinn nýi konungur barði niður uppreisnir Egypta og Babýloníumanna, en hafði ekki roð við Grikkjum, sem hröktu Persa frá Evrópu. Í kjölfar grísku herferðanna, sem lauk 479, risu margir héraðshöfðingjar gegn konungi, sem hafði eftir það fullar hendur við að tryggja vald sitt.
En frá tíma Xerxesar var Persaveldi risi á brauðfótum. Hann hóf einnig að daðra við austræna menningu og fyrr en varði hafði þetta fyrsta heimsveldi Indó-evrópskra manna tekið upp siði og venjur nágrannaríkjanna, svo sem hvað snerti samskipti konungs og þegnanna. Xerxes varð því guðlegur einvaldur að hætti konunga í Egyptalandi og Mesópótamíu.
Persar litlu löngum á Grikki sem óvini sína og komst í raun ekki á friður milli þeirra fyrr en um 330, þegar Alexander mikli lagði Persaveldi að fótum sér.
Meginflokkur: Af spjöldum sögunnar | Aukaflokkar: Bloggar, Saga | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg stórmerkilegt.
Þorsteinn Sverrisson, 3.2.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.