Laugardagur, 2. febrúar 2008
Af spjöldum sögunnar 3: Frjósami hálfmáninn (II)
Ísraelsríki hið forna
Ísraelsmenn rekja ættir sínar til ættföðurins Abrahams, sem yfirgaf heimkynni sín í borginni Úr og settist að meðal Kanaaníta. Bjó hann lengst af í Hebron, þar sem enn má finna grafhýsi hans og ættmanna hans. Sonur hans Ísak tók við húsbóndavaldi af föður sínum og enn síðar sonur hans, Jakob.
Á dögum Jakobs gerðist það, að hungursneyð varð í Kanaanslandi og fór hann með fjölskyldu sinni til Egyptalands, á dögum Hyksosa, þar sem ættmenn Jakobs fjölguðu sér. Að rúmum 400 árum liðnum yfirgáfu Hebrear, eins og Gyðingar voru þá kallaðir, Egyptaland, þar sem þeir voru þrælar Þebukonunga, og héldu yfir Sínaíeyðimörkina inn í Kanaansland undir forystu Móse og síðar Jósúa. Í Sínaíeyðimörkinni fengu Ísraelsmenn lögmálið (torah), sem inniheldur meðal annars boðorðin tíu og margskonar siðalögmál önnur. Á tíð Jósúa lögðu Hebrear undir sig stærstan hluta Kanaanlands, en mynduðu þó ekki sérstakt ríki, heldur komu á fót bandalagi 12 ættkvísla Jakobssona.
Síðar urðu svokallaðir dómarar foringjar þeirra í stríði, en Hebrear áttu lengi í átökum við sæfarendaþjóðina Filista. Samson, sá sem sterkari var en aðrir menn á sinni tíð, var þekktastur dómaranna.
Um 1030 f. Kr. varð Sál Kísson fyrsti konungur í Ísraelsríki hinu forna og ríkti uns hann féll í orrustu við Filista, um það bil árið 1005. Þá tók við Davíð Ísaísson og vann hann Jerúsalem árið 1000 f. Kr. og gerði hana að höfuðborg veldis, sem síðar náði allt til Efrat í austri, suður til Akabaflóa og langt norður fyrir Damaskus. Sonur hans, Salómon konungur, efldi ríkið, en varð værukær vegna velgengni sinnar og hefur einnig sennilega lítið getað sinnt konungsstörfum, þar sem hann átti samtals eitt þúsund konur og hjákonur.
Við dauða hans klofnaði Ísrael í tvö ríki, Norðurríkið Ísrael (lengst af með höfuðborg í Samaríu) og Júda (með höfuðborg í Jerúsalem). Salómon hefur þó einna helst verið minnst vegna speki sinnar og smíði musterisins í Jerúsalem, miðstöðvar trúariðkunar Gyðinga um aldir.Norðurríkið Ísrael, sem kallað var konungsríki hinna tíu ættkvísla, aflagði að mestu þá guðsdýrkun, sem ríkt hafði meðal Ísraelsmanna frá dögum Móse.
Jeróbóam I., fyrsti konungur ríkisins, lét reisa musteri í borgunum Betel, syðst í ríkinu, og Dan, á norðurlandamærunum. Þar hóf hann til virðingar hofpresta, sem ekki voru af prestaætt levíta, og dýrkuðu þeir gullkálfa og semíska guði af ýmsum toga. Trúin á Guð Abrahams og Móse var þó áfram við lýði í Júdaríki og Jerúsalem, að minnsta kosti í orði kveðnu. Á hinum pólítíska vettvangi voru Júdamenn lengstum ofjarlar bræðra sinna í norðri, þó þeir hafi upprunalega verið færri.
Sýrlendingar herjuðu einnig á Ísrael og innlimuðu stór svæði umhverfis Galíleuvatn og fljótlega höfðu Ísraelsmenn einnig misst völd á landsvæðunum austan Jórdanar. Um 722 f. Kr. lagði Assýríukonungur síðan höfuðborg Norðurríkisins, Samaríu, í rústir og flutti eftirlifandi íbúa nauðuga í útlegð til svæðisins suðvestan Kaspíahafs, þar sem Ísraelsmenn hurfu í þjóðahafið.Júdamenn hrundu árás Assýringa á dögum Hiskía konungs, þegar plága lagðist yfir hersveitir Assýríukonungs, svo tugir þúsunda létust. Sjálfstæði Jerúsalem var þó sífellt ógnað, meðal annars af Egyptum og hirðingjaættkvíslum eyðimerkursvæðanna.
Júdaríki hélt velli fram til 587 f. Kr., þegar Jerúsalem féll í annað sinn fyrir herjum Nebúdadnesars Babýlonkonungs. Að þessu sinni var borgin lögð í rústir og musterið fagra, sem Salómon hafði látið reisa um 400 árum áður, var brennt. Ríki Júdamanna leið nú undir lok og stærstur hluti íbúanna fluttir herleiddur til Babýlon. Þaðan sneru þeir aftur 70 árum síðar, á ríkisárum Kýrusar Persakonungs. Hinir heimkomnu Júdamenn urðu síðan kjarni þeirrar þjóðar, sem við köllum Gyðinga.
Þótt Ísraelsríki það, sem Davíð konungur og Salómon sonur hans komu á fót, hafi liðið undir lok, tryggði tilvera þess framgang og áframhaldandi tilvist fyrstu eingyðjistrúarbragðanna, sem héldu velli í hafsjó goða og mustera fjölgyðjisdýrkunar. Það voru svo þessi sömu trúarbrögð, sem urðu að mörgu leyti grundvöllur þess vestræna samfélags, sem við búum við í dag, og kristindómsins, sem enn í dag eru fjölmennustu trúarbrögð heimsins.
Forn stórveldi endurvakin
Í upphafi 9. aldar höfðu Assýringar náð sér eftir innrásir og ránsferðir nágrannaþjóðanna. Undir forystu herkonunganna Assúrnasírpals II. (883-859) og Salmanesers III. (858-824) varð Assýría stórveldi að nýju. Í styrjöldum Assúrnasírpals grimma, sem var sennilega miskunnarlausasti konungur fornaldar, mun sennilega í fyrsta skipti hafa verið framkvæmdar svokallaðar þjóðernishreinsanir og meðfylgjandi þjóðarmorð. Hér var því kominn fyrsti stríðsglæpamaður sögunnar. Hann reisti þó stórglæsilega höfuðborg í Kala, sem reist var af þrælkuðum þjóðum, sem konungurinn hertók sérstaklega til þess arna.
Assýringar brutu undir sig ríki Aramea, Elamíta, semískra hirðingjaþjóða, Fönikíumanna og Ísraelsmanna. Útþennsla Assýríu stöðvaðist þó á síðustu stjórnarárum Salmanesers, þegar helstu óvinaríki Assýringa, svo sem Armenar í norðri, Frýgíar í Litlu-Asíu og Egyptar, höfðu safnað liði gegn þeim. Um miðja 8. öld komst til valda konungsætt Tíglat Pílesers IV. (745 - 727), sem reyndist snjall herkonungur. Hann gjörsigraði hið armenska Úrartú-ríki í norðri á fyrstu stjórnarárum sínum, Damaskus 732 og Babýlon 729.
Salmaneser V. hélt verki föður síns áfram, en var veginn í umsátri assýríska hersins um Samaríu. Sonur hans, Sargon II. (722-705), sigraði Samaríu 722, og barði hann niður með gríðarlegri hörku uppreisnartilraunir Armena, Meda og Hetíta. Hann kórónaði verk sín með því að berja niður uppreisn Babýloníumanna og sigraði svo egypska herinn við landamæraborgina Rafah. Konungar þessir skildu lítið marktækt eftir sig, annað en það sem laut að hernaði.
Menning Assýringa var að grunni til súmersk, þó með síðari tíma afbrigðum. Assýringar litu á sig sem herraþjóð, sem hefði það hlutverk að ríkja yfir nágrönnum sínum. Sonur Sargons, Sennarkhíb (704-681) hélt landvinningunum áfram, en tók þó að gefa gaum að menningu og listum. Helstu afrek hans fólust í uppbyggingu Níníve, en hjarðir hertekinna óvinaþegna unnu árum saman við að gera borgina að illvinnandi vígi og fögru minnismerki um dýrð konungsins. Múrar borgarinnar voru 25 metra háir, tvöfaldir að þykkt og höfðu 15 hlið. Borgarbúar, sem munu hafa verið um 200.000, fengu vatn eftir 50 kílómetra löngum skurði, sem konungurinn lét grafa, 22 metra á breidd.
Hersigrar hans fólust helst í því að leggja Júda undir sig, en hann sneri frá umsátri um Jerúsalem vegna plágu, sem upp kom í herbúðum hans. Einnig barði hann niður enn eina uppreisn Babýlonar, en var skömmu síðar myrtur af sonum sínum. Við dauða hans háðu prinsarnir innbyrðis baráttu um völdin og tókst einum yngsta þeirra, Eserhaddon (681-669) að leggja ríkið undir sig. Hann gerði bandalag við Skýþa, voldugustu steppuþjóðina í Kákasus og náði með liðsstyrk þeirra að reka Kelta af höndum sér, en þeir höfðu sest að og komið á fót öflugu ríki í Litlu-Asíu. Einnig gjörsigraði hann Egypta og lagði undir sig Egyptaland allt suður til Núbíu.
Á dögum Eserhaddons náði Assýría meiri útþennslu, en nokkurt stórveldi í Vestur-Asíu hafði áður gert. Á dögum Assurbanapals (668626) gengu flest herteknu ríkin undan valdi þeirra, enda hafði konungur meiri áhuga á fögrum listum en hernaði, til dæmis lét hann reisa bókasafn í Níníve, hið stærsta sinnar tegundar, með um 22.000 áletraðar steintöflur. Stöðugar árásir nágrannaþjóðanna veiktu einnig varnarmátt hersins og féll Assúr 614, Níníve 612 og Haran 608 í hendur Babýloníumanna.
Hinir nýju herrar meðhöndluðu Assýringa með assýrísku aðferðinni, þar sem tugþúsundum manna var slátrað. Gengu Babýloníumenn svo hart fram, að assýrísku þjóðinni var nánast útrýmt á mjög skömmum tíma. Ein uppfinninga Assýringa lifir þó góðu lífi, en þeir munu hafa verið fyrstir allra til að brugga bjór. Herkonungurinn Nebúkadnesar II. (604-552) gerði Babýloníu að mesta stórveldi fornaldar. Hann lét styrkja Babýlon, reisa þar fögur minnismerki, svo sem hið fagra Ishtar-hlið og hengigarðanna frægu, sem teljast meðal sjö undrs fornaldar.
Eftir dauða Nebúadnesars tók við valdabarátta meðal sona hans, uns Marduk-prestarnir hófu Nabonidus og síðar Belshassar til konungs. Árið 539 ruddust Persar að óvörum inn í Babýlon og gerðu Babýloníu að héraði í persneska ríkinu. Veldi Babýloníu var nú endanlega úr sögunni.
Ísraelsmenn rekja ættir sínar til ættföðurins Abrahams, sem yfirgaf heimkynni sín í borginni Úr og settist að meðal Kanaaníta. Bjó hann lengst af í Hebron, þar sem enn má finna grafhýsi hans og ættmanna hans. Sonur hans Ísak tók við húsbóndavaldi af föður sínum og enn síðar sonur hans, Jakob.
Á dögum Jakobs gerðist það, að hungursneyð varð í Kanaanslandi og fór hann með fjölskyldu sinni til Egyptalands, á dögum Hyksosa, þar sem ættmenn Jakobs fjölguðu sér. Að rúmum 400 árum liðnum yfirgáfu Hebrear, eins og Gyðingar voru þá kallaðir, Egyptaland, þar sem þeir voru þrælar Þebukonunga, og héldu yfir Sínaíeyðimörkina inn í Kanaansland undir forystu Móse og síðar Jósúa. Í Sínaíeyðimörkinni fengu Ísraelsmenn lögmálið (torah), sem inniheldur meðal annars boðorðin tíu og margskonar siðalögmál önnur. Á tíð Jósúa lögðu Hebrear undir sig stærstan hluta Kanaanlands, en mynduðu þó ekki sérstakt ríki, heldur komu á fót bandalagi 12 ættkvísla Jakobssona.
Síðar urðu svokallaðir dómarar foringjar þeirra í stríði, en Hebrear áttu lengi í átökum við sæfarendaþjóðina Filista. Samson, sá sem sterkari var en aðrir menn á sinni tíð, var þekktastur dómaranna.
Um 1030 f. Kr. varð Sál Kísson fyrsti konungur í Ísraelsríki hinu forna og ríkti uns hann féll í orrustu við Filista, um það bil árið 1005. Þá tók við Davíð Ísaísson og vann hann Jerúsalem árið 1000 f. Kr. og gerði hana að höfuðborg veldis, sem síðar náði allt til Efrat í austri, suður til Akabaflóa og langt norður fyrir Damaskus. Sonur hans, Salómon konungur, efldi ríkið, en varð værukær vegna velgengni sinnar og hefur einnig sennilega lítið getað sinnt konungsstörfum, þar sem hann átti samtals eitt þúsund konur og hjákonur.
Við dauða hans klofnaði Ísrael í tvö ríki, Norðurríkið Ísrael (lengst af með höfuðborg í Samaríu) og Júda (með höfuðborg í Jerúsalem). Salómon hefur þó einna helst verið minnst vegna speki sinnar og smíði musterisins í Jerúsalem, miðstöðvar trúariðkunar Gyðinga um aldir.Norðurríkið Ísrael, sem kallað var konungsríki hinna tíu ættkvísla, aflagði að mestu þá guðsdýrkun, sem ríkt hafði meðal Ísraelsmanna frá dögum Móse.
Jeróbóam I., fyrsti konungur ríkisins, lét reisa musteri í borgunum Betel, syðst í ríkinu, og Dan, á norðurlandamærunum. Þar hóf hann til virðingar hofpresta, sem ekki voru af prestaætt levíta, og dýrkuðu þeir gullkálfa og semíska guði af ýmsum toga. Trúin á Guð Abrahams og Móse var þó áfram við lýði í Júdaríki og Jerúsalem, að minnsta kosti í orði kveðnu. Á hinum pólítíska vettvangi voru Júdamenn lengstum ofjarlar bræðra sinna í norðri, þó þeir hafi upprunalega verið færri.
Sýrlendingar herjuðu einnig á Ísrael og innlimuðu stór svæði umhverfis Galíleuvatn og fljótlega höfðu Ísraelsmenn einnig misst völd á landsvæðunum austan Jórdanar. Um 722 f. Kr. lagði Assýríukonungur síðan höfuðborg Norðurríkisins, Samaríu, í rústir og flutti eftirlifandi íbúa nauðuga í útlegð til svæðisins suðvestan Kaspíahafs, þar sem Ísraelsmenn hurfu í þjóðahafið.Júdamenn hrundu árás Assýringa á dögum Hiskía konungs, þegar plága lagðist yfir hersveitir Assýríukonungs, svo tugir þúsunda létust. Sjálfstæði Jerúsalem var þó sífellt ógnað, meðal annars af Egyptum og hirðingjaættkvíslum eyðimerkursvæðanna.
Júdaríki hélt velli fram til 587 f. Kr., þegar Jerúsalem féll í annað sinn fyrir herjum Nebúdadnesars Babýlonkonungs. Að þessu sinni var borgin lögð í rústir og musterið fagra, sem Salómon hafði látið reisa um 400 árum áður, var brennt. Ríki Júdamanna leið nú undir lok og stærstur hluti íbúanna fluttir herleiddur til Babýlon. Þaðan sneru þeir aftur 70 árum síðar, á ríkisárum Kýrusar Persakonungs. Hinir heimkomnu Júdamenn urðu síðan kjarni þeirrar þjóðar, sem við köllum Gyðinga.
Þótt Ísraelsríki það, sem Davíð konungur og Salómon sonur hans komu á fót, hafi liðið undir lok, tryggði tilvera þess framgang og áframhaldandi tilvist fyrstu eingyðjistrúarbragðanna, sem héldu velli í hafsjó goða og mustera fjölgyðjisdýrkunar. Það voru svo þessi sömu trúarbrögð, sem urðu að mörgu leyti grundvöllur þess vestræna samfélags, sem við búum við í dag, og kristindómsins, sem enn í dag eru fjölmennustu trúarbrögð heimsins.
Forn stórveldi endurvakin
Í upphafi 9. aldar höfðu Assýringar náð sér eftir innrásir og ránsferðir nágrannaþjóðanna. Undir forystu herkonunganna Assúrnasírpals II. (883-859) og Salmanesers III. (858-824) varð Assýría stórveldi að nýju. Í styrjöldum Assúrnasírpals grimma, sem var sennilega miskunnarlausasti konungur fornaldar, mun sennilega í fyrsta skipti hafa verið framkvæmdar svokallaðar þjóðernishreinsanir og meðfylgjandi þjóðarmorð. Hér var því kominn fyrsti stríðsglæpamaður sögunnar. Hann reisti þó stórglæsilega höfuðborg í Kala, sem reist var af þrælkuðum þjóðum, sem konungurinn hertók sérstaklega til þess arna.
Assýringar brutu undir sig ríki Aramea, Elamíta, semískra hirðingjaþjóða, Fönikíumanna og Ísraelsmanna. Útþennsla Assýríu stöðvaðist þó á síðustu stjórnarárum Salmanesers, þegar helstu óvinaríki Assýringa, svo sem Armenar í norðri, Frýgíar í Litlu-Asíu og Egyptar, höfðu safnað liði gegn þeim. Um miðja 8. öld komst til valda konungsætt Tíglat Pílesers IV. (745 - 727), sem reyndist snjall herkonungur. Hann gjörsigraði hið armenska Úrartú-ríki í norðri á fyrstu stjórnarárum sínum, Damaskus 732 og Babýlon 729.
Salmaneser V. hélt verki föður síns áfram, en var veginn í umsátri assýríska hersins um Samaríu. Sonur hans, Sargon II. (722-705), sigraði Samaríu 722, og barði hann niður með gríðarlegri hörku uppreisnartilraunir Armena, Meda og Hetíta. Hann kórónaði verk sín með því að berja niður uppreisn Babýloníumanna og sigraði svo egypska herinn við landamæraborgina Rafah. Konungar þessir skildu lítið marktækt eftir sig, annað en það sem laut að hernaði.
Menning Assýringa var að grunni til súmersk, þó með síðari tíma afbrigðum. Assýringar litu á sig sem herraþjóð, sem hefði það hlutverk að ríkja yfir nágrönnum sínum. Sonur Sargons, Sennarkhíb (704-681) hélt landvinningunum áfram, en tók þó að gefa gaum að menningu og listum. Helstu afrek hans fólust í uppbyggingu Níníve, en hjarðir hertekinna óvinaþegna unnu árum saman við að gera borgina að illvinnandi vígi og fögru minnismerki um dýrð konungsins. Múrar borgarinnar voru 25 metra háir, tvöfaldir að þykkt og höfðu 15 hlið. Borgarbúar, sem munu hafa verið um 200.000, fengu vatn eftir 50 kílómetra löngum skurði, sem konungurinn lét grafa, 22 metra á breidd.
Hersigrar hans fólust helst í því að leggja Júda undir sig, en hann sneri frá umsátri um Jerúsalem vegna plágu, sem upp kom í herbúðum hans. Einnig barði hann niður enn eina uppreisn Babýlonar, en var skömmu síðar myrtur af sonum sínum. Við dauða hans háðu prinsarnir innbyrðis baráttu um völdin og tókst einum yngsta þeirra, Eserhaddon (681-669) að leggja ríkið undir sig. Hann gerði bandalag við Skýþa, voldugustu steppuþjóðina í Kákasus og náði með liðsstyrk þeirra að reka Kelta af höndum sér, en þeir höfðu sest að og komið á fót öflugu ríki í Litlu-Asíu. Einnig gjörsigraði hann Egypta og lagði undir sig Egyptaland allt suður til Núbíu.
Á dögum Eserhaddons náði Assýría meiri útþennslu, en nokkurt stórveldi í Vestur-Asíu hafði áður gert. Á dögum Assurbanapals (668626) gengu flest herteknu ríkin undan valdi þeirra, enda hafði konungur meiri áhuga á fögrum listum en hernaði, til dæmis lét hann reisa bókasafn í Níníve, hið stærsta sinnar tegundar, með um 22.000 áletraðar steintöflur. Stöðugar árásir nágrannaþjóðanna veiktu einnig varnarmátt hersins og féll Assúr 614, Níníve 612 og Haran 608 í hendur Babýloníumanna.
Hinir nýju herrar meðhöndluðu Assýringa með assýrísku aðferðinni, þar sem tugþúsundum manna var slátrað. Gengu Babýloníumenn svo hart fram, að assýrísku þjóðinni var nánast útrýmt á mjög skömmum tíma. Ein uppfinninga Assýringa lifir þó góðu lífi, en þeir munu hafa verið fyrstir allra til að brugga bjór. Herkonungurinn Nebúkadnesar II. (604-552) gerði Babýloníu að mesta stórveldi fornaldar. Hann lét styrkja Babýlon, reisa þar fögur minnismerki, svo sem hið fagra Ishtar-hlið og hengigarðanna frægu, sem teljast meðal sjö undrs fornaldar.
Eftir dauða Nebúadnesars tók við valdabarátta meðal sona hans, uns Marduk-prestarnir hófu Nabonidus og síðar Belshassar til konungs. Árið 539 ruddust Persar að óvörum inn í Babýlon og gerðu Babýloníu að héraði í persneska ríkinu. Veldi Babýloníu var nú endanlega úr sögunni.
Flokkur: Af spjöldum sögunnar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Facebook
Athugasemdir
Frábær lesning Snorri. Þú hefur einhvern veginn einstakt lag á að gera framsetningu þína svo ljóslifandi og skýra að það er aldrei neitt fræðilegt stagl eða þvogla í gangi. Meira af þessum sögulegu innskotum, þau eru bæði fræðandi og skemmtileg.
Óttar Felix Hauksson, 3.2.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.