Skiptir aldurinn öllu máli?

john-mccain-pirateNei, ekki öllu máli. En hann skiptir vísast einhverju máli.

Persónulega skil ég ekki hvað McCain er að þvælast þetta. Hann er kominn á áttræðisaldur, á fullt af peningum og gæti sest í helgan stein á solid eftirlaunum og haft það náðugt það sem eftir er.

Ég er ekki að gera lítið úr hlutverki aldraðra (þó 71 ár sé nú varla "aldrað" í dag!) en það að vera forseti Bandaríkjanna er erfiðara hlutverk en flest önnur. Og þó McCain sé e.t.v. í fínu formi núna og verði eitthvað áfram, kemur að því að elli kelling bankar upp á og vill fara út á deit.

Ég sé ekki pointið í að kjósa yfir sig forseta (eða forsetaframbjóðanda) á áttræðisaldri. Og ég er enn meira hissa á McCain að hafa asnast út í þessa eldraun, kominn á þennan aldur.

En hann telur e.t.v. að hlutur sinn í sögubókum framtíðarinnar sé ekki nægur og vill skapa sér nafn, hvort sem hann verður forseti eða ekki. Og það mun honum vísast takast.

mbl.is Mikið spurt um aldur John McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Hann er svona hress því hann hefur aldrei borðað ruslfæði, eins og t.d. McCain franskar!

En án alls aulahúmors, þá myndi ég ekki kjósa svona gamlan mann. Og, eins og þú bendir á, gæti þetta farið út í post-Brésnév, þegar Sovétleiðtogar komu og fóru næstum því eins oft og Alþýðuflokkurinn skipti um stefnu í helstu málum.

Þá yrði þetta eins og í borgarstjórn Rvk, menn hefðu varla undan að gera höggmyndir?

Það sem mælir á móti er einmitt það, að McCain er skelfilega hraustur. Ég las einhverns staðar að McCain væri hraustari en George Dobbeljú, þó nokkur aldursmunur væri á þeim. Þori þó ekki að fara alveg með það, því minnir leikur mig grátt, enda orðinn gamall maður, fæddur á sjöunda áratugnum.

McCain gæti orðið ágætis forseti, en ég einhvern veginn sé hvorki hann né "Hucklaberry", né Romney eða Djúlíani, eiga séns í neinn af þremur forystusauðum Demókrata.

Snorri Bergz, 28.1.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband