Mánudagur, 28. janúar 2008
Rambó
Ég hef eðlilega ekki séð þessa mynd, en mig grunar að hún sé ýkt útgáfa af Rambo II og Rambo III, þ.e. að menn falli á báðar hendur umhverfis Rambó, sem sjálfur sleppi með smá sár eða skrámur.
Þannig eiga hasarhetjur að vera, amk skv. formúlunni. Hver man ekki eftir Commando með Arnaldi ríkisstjóra. Þar ræðst hann einn á herbúðir vondu kallanna á eyju og drepur hundruðir manna á nokkrum mínútum til að bjarga dóttur sinni.
Arnaldur var vissulega "flottur" í hlutverki sínu. En gerir það mynd eitthvað betri að blóðið streymi nánast látlaust? Verður mynd betri við að eins margir látist og mögulegt er?
Mig minnir að Hotshot 2 hafi gert grín að þessu og verið með talningu yfir látna. En sú mynd var nú með því aumara sem menn hafa séð og því vart marktæk "heimild".
En mér leikur forvitni á, hverjir eru núna vondu kallarnir hjá Rambó úr því Sovét er hrunið? Varla íslamskir terroristar úr því hann er á svipuðum slóðum og áður, þe. í SA-Asíu?
En a.m.k.: Rambó er varla nein úrvalsmynd sem verður tilnefnd til margra verðlauna. En hún gæti vel verið ágætis afþreying fyrir þá sem hafa gaman að drápsmyndum.
Blóðug gagnrýni á Rambo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Það getur reyndar verið skondið að kíkja á Rambo í ljósi sögunnar, en í Rambo III barðist hann gegn stjórnvöldum í Afganistan, við hlið frelsishersins (sem síðar urðu Talíbanar).
Hrannar Baldursson, 28.1.2008 kl. 19:27
Hehe, en samt ekki endilega. Það voru fleiri þarna en Talibanar!
En samt svona circa!
Snorri Bergz, 28.1.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.