Hellisheiðargöng?

Það væri öllu nær að spara þessa 9 milljarða, sem á eða átti að spreða í Sundagöng, taka hagkvæmustu leiðina af þeim sem standa til boða og eru fýsilegar, en ekki hengja sig á ímynduð smáatriði, eins og að kalla muninn á þessu tvennu "lífsgæði". Hvílík steypa og sú steypa á að kosta 9 milljarða aukalega samkvæmt tillögum, en skv. reynslu verður um 12-15 milljarða aukakostnað.

Þennan pening mætti taka og gera Öskjuhlíðargöng...eða leggja inn á solid Hellisheiðargöng, sem myndi tengja Suðurlandið, vaxtarbrodd íslensks samfélag, við Reykjavíkursvæðið. Jafnframt myndi þá Selfoss og nágrenni verða í raun beinn hluti af höfuðborgarsvæðinu, en ekki jaðarsvæði eins og nú er.
mbl.is Fóru út af á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Ehmm.... Hellisheiðargöng? Fyrir veg sem að kannski lokast 3-5 daga á ári? Og á svæði þar sem jarðhiti er um og yfir 40°á 10 metra dýpi? Ég er ekki viss um að ég myndi vilja ferðast um þau göngin. Þess utan þá eru svæði sem þyrfti frekar á göngum að halda.

Til dæmis Raufarhöfn. Það væri gáfulegri framkvæmd að gera göng á milli Ruafarhafnar og Þórshafnar heldur en að gera göng undir Hellisheiðina.

Heimir Tómasson, 27.1.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hlýtur að vera hægt að finna stað þar sem má bora í gegn. En ég er að segja, að þetta sé per se mun gáfulegra en Sundagöng, sem er afarslæmur kostur, að mínu mati amk.

En þó Hellisheiðin lokist aðeins 3-5 daga á ári fara nú töluvet margir bílar þarna um og verða fyrir óþægindum vegna veðurs.

En Raufarhöfn og Þórshöfn? Ja, af hverju ekki á milli Hellu og Hvolsvallar? Það er ókostur við að búa í litlum byggðum, að samgöngumál eru oft í ólestri. Og margir fleiri. En á móti koma margir kostir, sem t.d. Reykvíkingar hafa ekki.

Persónulega myndi ég ekki vilja skrifa undir göng milli þessara staða.

En í mínum huga væri skynsamlegustu göngin núna að grafa undir Öskjuhlíð og létta aðeins á umferðarþunganum, og við Bolungarvík-Ísafjörð.

Snorri Bergz, 27.1.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband