Með smá efasemdir

Ef Musharraf vill virkilega stöðva öfgahyggju og hryðjuverkastarfsemi í Pakistan ætti hann að hamla starfsemi trúarofstækisskólana. Maddressurnar í Pakistan framleiða hryðjuverkamenn á færibandi. Stöðva framleiðsluna og vandamálið verður ekki lengur jafn víðtækt.

En Musharraf dytti aldrei í hug að gera neitt til að hindra starfsemi íslömsku skólanna, enda myndi þá brjótast út borgararstyrjöld og honum þykir of vænt um völdin til að standa í slíku.

Vandamálið er, að jafnvel þó Musharraf sé enginn sérstakur pappír er hann skárri en margir aðrir og, það sem meira er, ef hann hyrfi væri óljóst hver tæki við og hvort sá yrði eitthvað skárri.

Vesturlönd eru því eiginlega nauðbeygð að viðhalda Musharraf, eins og í þeirra valdi stendur, hvort sem þeim líkar það betur eða verr.
mbl.is Musharraf aðvarar Vesturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband