Ekki byrjar það vel

Ég er fylgjandi friðunum á merkilegum byggingum, sérstaklega þeim frá 19. öld.

En ég skil ekki til hvers á að friða þessa skúra við Laugaveg?

Jæja, ekki byrjar það vel, en maður gat svosem sagt sér þetta.
mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég sagði það á kommenti annarsstaðar að nú væri fallið frá friðun á þessum ruslahaug og stend við það, enda er núna hægt að fara með jarðýturnar á þetta. Þetta er auðvitað að fara vel með fé skattborgaranna, ausa hundruðum milljóna í svona vitleysu.

Gísli Sigurðsson, 25.1.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Snorri Bergz

Amm. Að vísu voru húsin flott hér í den, en það kostar of mikið að gera við þau og ég sé ekki tilganginn, því mörg merkari hús eru að grotna niður annars staðar og mætti frekar lappa upp á þau.

Snorri Bergz, 25.1.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Held að málið hafi svo sem aldrei verið friðun akkúrat þessarra húsa, meira verið að reyna að koma í veg fyrir algert skipulagsslys sem Baugsmenn ætluðu að fremja á reitnum. 

Ef þau hús sem eru hluti að þeirri götumynd semmenn vilja halda í, en eru nánast ónýt, þá má bara rífa þau og byggja upp aftur í sinni upprunalegu mynd. Þetta hefur verið gert víða í Evrópu með góðum árangri.

Ívar Jón Arnarson, 25.1.2008 kl. 18:32

4 Smámynd: Calvín

Það vantar heildarsýn borgarinnar í þessum málum. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og vel er staðið að hlutunum. Auðvitað á að byggja upp neðri hluta Laugavegar og Klapparstígs með 19. aldar rómans.

Calvín, 25.1.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband