Óveður í Reykjavík

Æjá, ég asnaðist af stað í morgun.

Ég bý neðst í botnlangagötu og átti nóg með að komast upp brekkuna. En síðan tók við Breiðholtsbraut og Sæbraut í miklum umferðarþunga. En það versta var að taka beygjuna upp frá Sæbraut inn á Miklubraut. Þar sá maður ekkert út og lenti ég utan vegar einu sinni, en komst inn aftur og náði að feta mig á lúsarhraða inn á Miklubraut og síðan á skrifstofuna í Ármúla. Málið dautt.

En það er langt síðan maður hefur átt svona erfitt með að komast leiðar sinnar í Reykjavík.
mbl.is Ekkert ferðaveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búsettur í Kjarrhólma í Kópavogi og ég asnaðist að reyna að keyra upp brekkuna áður enn þeir ruddu veginn.

Kostaði mig 15 mínutur í kuldanum og feikna mikð af bensíni.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband