Æ krakkar, en lýðræðið er svona

Sumir virða lýðræðið greinilega betur en aðrir. Lýðræðið er ekki fullkomið, en það besta sem við höfum.

Þetta er lýðræðislegur meiri hluti í borgarstjórn og því er þetta mótmæladæmi svoldið út úr korti. Auðvitað hafa menn rétt til að mótmæla, en ég man ekki eftir mótmælum sömu aðila þegar fráfarandi meiri hluti komst til valda á sömu forsendum.

Og, já, sorry, ég sé í grundvallaratriðum engan mun á "valdaráninu" í október og því sem nú stendur yfir. Svona eru bara reglur lýðræðisins.


mbl.is Mótmæla nýjum meirihluta í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Snorri, hluti af lýðræðinu er að mótmæla þegar mönnum er ofboðið. Þannig er lýðræðið einfaldlega.

Guðmundur Auðunsson, 24.1.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: gummih

Munurinn felst auðvitað aðallega í stuðningi þess meirihluta sem er myndaður. Borgarstjóri með 5,5% stuðning er ekki táknmynd lýðræðis, hvernig sem reynt er að horfa á hlutina. Þegar tveir flokkar með um 55% kjörfylgi sameina krafta sína og hljóta samt aðeins stuðning um 25% kjósenda þá er eitthvað gríðarlega mikið að. En eins og þú segir, þetta er samkvæmt leikreglum - en þetta er augljóslega ekki í samræmi við vilja fólks.

gummih, 24.1.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Snorri Bergz

Já, enda sagði ég að menn hefðu rétt á því að mótmæla. En mér hræsni að mótmæla bara núna en ekki í "októberbyltingunni". Ég sé engan grundvallar mun.

Ég tel þetta vera fyrst og fremst særindi yfir að missa völdin.

Snorri Bergz, 24.1.2008 kl. 12:57

4 Smámynd: Snorri Bergz

Gummi: Sjálfur hefði ég viljað sjá Villa taka "Binga" á þetta og segja af sér eftir klúðrið í haust og hleypa að fólki sem kann ensku og les þá samninga sem það fær í hendur.

Ég er ekki sérstaklega spenntur fyrir þessu, en segi þó, eins og ég hef oft sagt áður, allt er betra en Rugl-listinn.

Snorri Bergz, 24.1.2008 kl. 13:02

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Snorri!

Ég vona að dómgreind þín sé yfirleitt betri en þetta og þú setjir þetta rugl á blað til að þóknast þeim sem þú tilbiður.

Í október sprakk meirihluti Sjálfstæði- og Framsóknarmanna á alvarlegu málefni um ráðstöfun á fjármnum Reykvíkinga. Ef litið er til þróunar fjárfestingamála frá þeim tíma til dagsins í dag, er ljóst að Björn Ingi bjargaði miklum fjármunum fyrir Reykvíkinga. Meirihlutinn sem myndaður var upp úr slitum D. og B, VAR EKKI MYNDAÐUR FYRR EN EFTIR AÐ LJOST VAR AÐ BJÖRN INGI HAFÐI SLITIÐ SAMSTARFI VIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN.

Það þarf undarlega heilastarfsemi til að jafna þessu að líku. 

Guðbjörn Jónsson, 24.1.2008 kl. 13:19

6 Smámynd: Snorri Bergz

Guðbjörn. Ertu eitthvað ídíót? Mér sýnist.

Þóknast þeim sem ég tilbið? Hvaða rugludallur ertu eiginlega?

"Það þarf undarlega heilastarfsemi til að jafna þessu að líku"

 Mér sýnist þú þurfa að hafa meiri áhyggjur af þínu heilabúi en mínu.

Snorri Bergz, 24.1.2008 kl. 13:23

7 Smámynd: Snorri Bergz

Jú, mörgum var misboðið, en þeir, sem þá voru fúlir, kunna mannasiði og eru greinilega í vinnu.

Snorri Bergz, 25.1.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband