Það þarf að breyta lögum um sveitastjórnir

Ég held að nú verði stjórnvöld í landi voru að ræða það í fullri alvöru að breyta lögum um sveitastjórnir þess efnis, að hægt verði að boða til kosninga á miðju kjörtímabili þegar ekki tekst að mynda starfhæfan og traustan meiri hluta.

Má þá gjarnan setja inn ákvæði þess efnis, að t.d. ríkisstjórnin (eða umræddur ráðherra) geti veitt ákveðinni sveitarstjórn heimild til að boða til kosninga, ef ástæða þykir til.

Ég var sáttur við þennan nýja meiri hluta og er svo sem enn, því allt er betra en Rugl-listinn. En ég taldi að Margrét myndi fallast á að starfa með Ólafi; að hún myndi sýna pólítíska ábyrgð og leysa Ólaf af, yrði þess þörf, án þess að ana út í nýjar meirihlutamyndanir.


Ég er ekki lengur viss.


Ég hafði lítið álit á Margréti fyrir og það hefur ekki aukist núna.


En nú þarf boltinn að fara til Alþingis og ríkisstjórnar. Svona vitleysa gengur ekki lengur.


mbl.is Þrúgandi óvissa í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

með að bakka ekki upp þetta rugl er Margrét einmitt að taka pólitíska ábyrgð

Brjánn Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Snorri Bergz

Þér getur ekki verið alvara.

Hvað ef Ólafur fær flensu og liggur heima og Margrét tekur sæti. Hennar fyrsta verk, skv. yfirlýsingu hennar (en er þó óljóst skv. annarri yfirlýsingu) verður þá að fella meiri hlutann, vitandi að hann taki aftur við þegar Ólafur mætir til leiks.

Er þetta pólítísk ábyrgð?

Ef hún heldur þessu til streitu (en það er þó ekki víst og ég vona ekki) er hún óábyrgur pólítíkus.

Málið dautt.

Snorri Bergz, 23.1.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Soffía

Sammála þér Snorri. 

Soffía, 24.1.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband