Mánudagur, 21. janúar 2008
Hundraðdagakóngurinn
Já, það er kalt á toppnum. Og Dagurinn er stuttur nú í skammdeginu, eins og Friðjón appelsínublái sagði fyrr í dag.
Þessi "versti dagur ársins" er næstum liðinn. Og nóg að gerast.
1) Fisher grafinn í kyrrþey og með það mikilli leynd að lík hans hefur varla tekið eftir því. Og það var grafið við dyrnar á kirkjunni sem afi og systkini hans reistu og gáfu til minningar um bróður þeirra sem lést ungur, og ég heiti reyndar eftir.
2) Óli F sendir dag í læknisferð til að tékka á Svandísi og meðan þau eru bæði upptekin, og Bingi að skoða jakkaföt í Herragarðinum laumast Óli upp í Valhöll og kemur að þar sem Villi er að setja upp kolluna, og spyr: "Ok, hvaða díl varstu að bjóða mér í afmæli Davíðs? Stólinn og allan pakkann"?
3) Og Dagur fréttir af þessu, enda með njósnara dag og nótt bæði fyrir utan hjá gamla góða Villa og við útidyrnar á Valhöll. Hann hringir sex sinnum í Óla og spyr: "Ertu að henda hnífasettum í bakið á mér"? Ólafur kveður það ekki vera svo. Hann sé ekkert að svíkja neitt, enda hafi hann ekki verið memm þegar Magga lyfti upp pilsinu fyrir rúmlega 100 dögum síðan.
4) Og á meðan á þessu öllu stendur komast fjölmiðlar yfir 1260 þús. króna c.a. reikning Framsóknar hjá Hugo Boss og Herragarðinum. Já, Bingó lætur styrktaraðila flokksins borga fötin á sig. Svo ekki sé talað um allt make-uppið.
´5) Og ég er í fríi eftir að hafa unnið alla helgina og klárað verkefnin. Og ég nenni engu, og eyði deginum í hangs, tiltektir og blogg.
Versti dagur ársins? Nei, en þarna fer Versti Dagur ársins beint í minni hluta aftur.
Dagur: Óvanur því að samstarfsmenn segi ekki satt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Félag ungra frjálslyndra lýsir yfir algerum stuðning við Ólaf F. Magnússon borgarfulltrúa F-Listans og fagnar því að grundvallarmálefni Frjálslynda flokksins séu nú að fá brautargengi í Reykjavík.
Félag ungra frjálslyndra fagnar því sérstaklega að nýi borgarmeirihlutinn ætli sér að viðhalda eign almennings á Orkuveitu Reykjavíkur og orkuauðlindum hennar.
Félag Ungra Frjálslyndra, 21.1.2008 kl. 23:44
Já, hehe, ég las þetta áðan á FUF og VGudj, vefunum.
Alveg sammála. Líst ágætlega á þetta dæmi!
Snorri Bergz, 21.1.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.